Kaup á sölufélögum samþykkt

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tillögur sem lagðar voru fyrir hluthafafund HB Granda í dag um kaup á sölufélögum og um að breyta nafni félagsins í Brim voru samþykktar með um 90% greiddra atkvæða.

Málið snýst um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan (Icelandic Japan KK), Hong Kong (Icelandic Hong Kong Ltd.) og á meginlandi Kína (Icelandic China (Qingdao) Trading Co. Ltd), sem og þjónustufélagi á Íslandi (Seafood Services ehf) sem tengist framangreindum félögum af Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf.

Kaupverðið nemur 34,9 milljónum dollara og greiðist að fullu með útgáfu nýrra hluta í HB Granda hf. Kaupverðið greiðist allt til seljanda Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og fellur forgangsréttur hluthafa til hlutafjáraukningarinnar því niður.

mbl.is