„Núna heitum við Brim“

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Núna heit­um við Brim“ er yf­ir­skrift til­kynn­ing­ar frá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Brim hf., sem áður hét HB Grandi. HB Granda-nafnið hef­ur nú verið lagt al­farið til hliðar, eft­ir að aðal­fund­ur fé­lags­ins samþykkti nafna­breyt­ing­una í gær.

Seg­ir í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins til viðskipta­vina, birgja og sam­starfsaðila að nýtt nafn falli vel að til­gangi fé­lags­ins, sem er að markaðssetja og selja sjáv­ar­af­urðir á alþjóðamörkuðum. Heimasíða fé­lags­ins er nú brim.is og net­föng starfs­manna hafa þegar fengið end­ing­una @brim.is.

„Brim er ein­falt og þjált nafn sem þegar er þekkt á alþjóðamörkuðum fyr­ir sjáv­ar­af­urðir. Merkið mynd­ar þrjár öld­ur. Öld­urn­ar tákna ann­ars veg­ar brim, sem brýt­ur nýja leið í viðskipt­um og hins veg­ar tákna þær fisk, sem er tákn fyr­ir afurðir fyr­ir­tæk­is­ins. Blái lit­ur­inn stend­ur fyr­ir lit sjáv­ar­ins og silfrið tákn­ar þau verðmæti sem Brim skap­ar,“ seg­ir í bréf­inu, sem Guðmund­ur Kristjáns­son for­stjóri, gjarn­an kennd­ur við Brim, und­ir­rit­ar.

Brim var eins og flest­ir vita heiti á öðru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hans, sem tók yfir ráðandi hlut í HB Granda. Brim breytti síðan heiti sínu í Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur.

mbl.is