Örplast fellur með snjó á Norðurskautinu

Norðurheimskautið hefur lengi vel verið talið eitt að síðustu vígum …
Norðurheimskautið hefur lengi vel verið talið eitt að síðustu vígum óspilltrar náttúru, en auk örplastsins fundust einnig gúmmíagnir og trefjar í snjónum þar. Mynd úr safni frá Svalbarða. AFP

Jafn­vel á Norður­skaut­inu falla örplastagn­ir til jarðar með snjó­korn­un­um. Þetta eru niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar sem BBC grein­ir frá. Segja vís­inda­menn­irn­ir það hafa verið áfall að upp­götva hversu marg­ar agn­irn­ar voru — yfir 10.000 á hvern lítra af snjó. Þetta auki lík­ur á að við önd­um að okk­ur örplasti með and­rúms­loft­inu. Heilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar þessa séu þó ekki ljós­ar. 

Norður­heim­skautið hef­ur lengi vel verið talið eitt að síðustu víg­um óspilltr­ar nátt­úru, en auk örplasts­ins fund­ust einnig gúmmíagn­ir og trefjar í snjón­um þar.

Teymi þýskra og sviss­neskra vís­inda­manna hef­ur birt niður­stöðu rann­sókn­ar sinn­ar á örplasti á Norður­skauti í vís­inda­tíma­rit­inu Science Advances. Þeir söfnuðu snjó­sýn­um á Sval­b­arða og notuðu til þess ein­falda aðferð, te­skeið og flösku. Sýn­in voru svo rann­sökuð á til­rauna­stof­um Al­fred We­gener stofn­un­ar­inn­ar í Brem­er­haven í Þýskalandi.

Meiri­hluti agn­anna úr and­rúms­loft­inu 

Mun meira af menguðum ögn­um greind­ust í snjó­sýn­un­um en vís­inda­menn­irn­ir höfðu átt von á. Fjöldi agn­anna var svo smár að erfitt var að greina úr hverju þær væru. Meiri­hlut­inn virðist þó vera úr nátt­úru­leg­um efn­um á borð við fjöl­sykr­um plantna og dýra­feldi. Svo voru það plastagn­irn­ar og agn­ir úr gúmmídekkj­um, lakki, máln­ingu og mögu­lega úr trefj­um gervi­efna.

„Við átt­um von á ein­hverri meng­un,“ seg­ir Dr Mel­anie Berg­mann, sem fór fyr­ir rann­sókn­inni, í sam­tali við BBC. „Að finna svo mikið af örplasti var hins veg­ar mikið áfall. Það er aug­ljóst að meiri­hluti öragn­anna í snjón­um komu úr and­rúms­loft­inu.“

Vísindamennirnir söfnuðu snjósýnum á Svalbarða og rannsökuðu svo á tilraunastofu …
Vís­inda­menn­irn­ir söfnuðu snjó­sýn­um á Sval­b­arða og rann­sökuðu svo á til­rauna­stofu í Þýskalandi. Mynd úr safni. AFP

Hug­takið örplast er notað um þær plastagn­ir sem eru minni en 5 mm að þver­máli.

„Við vit­um ekki hvort að plastið hef­ur skaðleg áhrif á heilsu manna eða ekki, en við verðum að gæta þess mun bet­ur hvernig við kom­um fram við um­hverfi okk­ar,“ bæt­ir hún við.

Vís­inda­menn­irn­ir tóku einnig sýni á nokkr­um stöðum í Þýskalandi og Sviss og var örplast­inni­hald sumra þýsku sýn­anna hærra en á Norður­skaut­inu.

Áður hafa verið birt­ar rann­sókn­ir sem sýnt hafa fram á örplast í Pýrenea­fjöll­um og á öðrum stöðum sem áður voru tald­ir ósnortn­ir. Einnig hef­ur örplast fund­ist í Donggu­an í Kína, Teher­an í Íran og í frönsku höfuðborg­inni Par­ís.

Bera vind­túr­bín­ur hluta ábyrgðar­inn­ar?

Vís­inda­menn telja vind­inn feykja örplast­inu með sér, sem síðan ber­ist lang­ar leiðir með and­rúms­loft­inu. Ekki er hins veg­ar vitað hvaðan öll meng­un­in á Norður­skaut­inu kem­ur. Sumt má þó vænt­an­lega rekja til skipa sem rek­ast í ís­inn, en einnig eru uppi vanga­velt­ur um að vind­túr­bín­ur beri ábyrgð á hluta henn­ar.

„Þurf­um við svona mikið af plast­umbúðum, við verðum að spyrja okk­ur að þessu,“ seg­ir Dr. Berg­mann. Þurf­um við all­ar þess­ar fjölliður í máln­ing­una sem við not­um? Er hægt að hanna bíldekk með öðru móti? Þetta eru allt mik­il­væg mál,“ bætti hún við.

„Þetta hrygg­ir mig virki­lega,“ seg­ir Lili starfsmaður sleðahunda­miðstöðvar í Trom­sö í Nor­egi. „Það er plast í haf­ísn­um. Það er plast í sjón­um og á strönd­inni og nú er plast í snjón­um. Hérna upp­frá sjá­um við feg­urð hans dag­lega og að sjá hann breyt­ast svo mikið og meng­ast, það er sárt.“

mbl.is