Setja upp millidekkið fyrir norðan

Ný Vestmannaey siglir inn Eyjafjörð.
Ný Vestmannaey siglir inn Eyjafjörð. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Starfs­menn Slipps­ins á Ak­ur­eyri eru nú í óðaönn við að ganga frá nýju milli­dekki í skipið. Verður milli­dekkið um þriðjungi stærra og að ýmsu leyti full­komn­ara en það sem var í gömlu Vest­manna­ey, sem nú hef­ur hlotið nafnið Smá­ey.

Meðal ann­ars verða á milli­dekk­inu tveir stærðarflokk­ar­ar og krapa­kerfi frá KAPP ehf., en þegar hafa starfs­menn Vélsmiðjunn­ar Þórs í Vest­manna­eyj­um sett upp lestar­færi­band um borð.

Lögð er áhersla á að vinnuaðstaða á dekk­inu verði öll hin besta og að lík­am­legt álag á áhöfn­ina verði í lág­marki.

Vest­manna­ey hélt norður til Ak­ur­eyr­ar 6. ág­úst og gert er ráð fyr­ir að skipið geti hafið veiðar um miðjan sept­em­ber.

mbl.is