Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

AFP

Tvö ís­lensk al­manna­tengsla­fyr­ir­tæki hafa sinnt verk­efn­um fyr­ir er­lenda fjár­festa sem hafa áhuga á því að leggja sæ­streng fyr­ir raf­magn á milli Íslands og Bret­lands, en mikið hef­ur verið rætt um slík­an sæ­streng í umræðunni um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins sem stjórn­völd vilja að Alþingi samþykki vegna aðilar Íslands að EES-samn­ingn­um. And­stæðing­ar samþykkt­ar orkupakk­ans segja að hún greiði götu þess að slík­ur sæ­streng­ur verði lagður en stjórn­völd hafa hafnað því.

Fjöl­miðlar hafa áður fjallað um störf al­manna­tengsla­fyr­ir­tæk­is­ins KOM und­an­far­in ár fyr­ir fé­lagið Atlantic Superconn­ecti­on, en á heimasíðu fé­lags­ins kem­ur fram að fyr­ir­spurn­um ís­lenskra fjöl­miðla varðandi sæ­strengs­verk­efnið skuli beint til Friðjóns Friðjóns­son­ar hjá fyr­ir­tæk­inu. Friðjón er fram­kvæmda­stjóri KOM og ann­ar eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, en hann starfaði áður meðal ann­ars sem aðstoðarmaður Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Kýs að tjá sig ekki um málið

Hitt al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið, sem heim­ild­ir mbl.is herma að hafi tekið að sér verk­efni fyr­ir er­lenda fjár­festa vegna mögu­legs raf­magnssæ­strengs, er Aton en fram­kvæmda­stjóri þess og ann­ar eig­andi er Ingvar Sverris­son. Spurður um aðkomu Aton að verk­efn­um tengd­um sæ­streng seg­ir Ingvar, sem áður starfaði meðal ann­ars sem aðstoðarmaður tveggja ráðherra í rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, í sam­tali við mbl.is að hann vilji ekki tjá sig um málið.

Fjárfestirinn Edmund Truell.
Fjár­fest­ir­inn Ed­mund Tru­ell.

Fleiri fyrr­ver­andi aðstoðar­menn ráðherra starfa hjá Aton. Hug­inn Freyr Þor­steins­son, ann­ar eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, var aðstoðarmaður Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar þegar hann var fyrst fjár­málaráðherra og síðar at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra í rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG, en Stein­grím­ur er nú for­seti Alþing­is. Þá starfaði Elías Jón Guðjóns­son sem aðstoðarmaður Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra þegar hún gegndi embætti mennta­málaráðherra í sömu rík­is­stjórn.

Fram kem­ur á vefsíðu Aton að ráðgjaf­ar fyr­ir­tæk­is­ins hafi „mikla reynslu og þekk­ingu á stjórn­mál­um og op­in­berri stjórn­sýslu. Aton veit­ir viðskipta­vin­um sín­um ráðgjöf og aðstoð vegna sam­skipta við stjórn­völd þar sem áhersla er lögð á sam­vinnu og skipu­lagða upp­lýs­inga­miðlun. Mark­mið ráðgjaf­ar Aton er að finna bestu leiðirn­ar í sam­skipt­um við stjórn­völd og op­in­ber­ar stofn­an­ir.“ Á vefsíðu KOM seg­ir að sama skapi: „Fyr­ir­tæki, sam­tök og hags­munaaðilar eiga gjarn­an mikið und­ir því að málstaður þeirra nái at­hygli stjórn­valda. KOM ráðgjöf hef­ur ára­langa reynslu af því að kynna er­indi viðskipta­vina sinna á öll­um stig­um stjórn­sýsl­unn­ar.“

Vantaði að fá fast orku­verð

Tals­menn stjórn­valda hafa hafnað því í tengsl­um við umræðuna um þriðja orkupakk­ann að raf­magnssæ­streng­ur sé í kort­un­um. Hins veg­ar hafði breska dag­blaðið Daily Tel­egraph eft­ir Bjarna Bene­dikts­syni síðasta sum­ar að þó enn væru marg­ar hindr­an­ir sem kom­ast þyrfti yfir á þeirri leið að hægt yrði að leggja slík­an sæ­streng myndi það auðvelda mat á því hvort rétt væri að fara í þá vinnu ef bresk stjórn­völd gætu gefið skýr svör um fast orku­verð fyr­ir líf­tíma slíks strengs.

Þá greindi breska dag­blaðið Times frá því í lok maí á þessi ári að fjár­fest­ir­inn Ed­mund Tru­ell, sem er einn þeirra sem stend­ur á bak við Atlantic Superconn­ecti­on, vildi að bresk stjórn­völd veittu grænt ljós á um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir sem fé­lag hans fyr­ir­hugaði með það fyr­ir aug­um að gera Bret­um kleift að sækja raf­orku til Íslands í gegn­um sæ­streng. Haft var eft­ir Tru­ell að öll fjár­mögn­un lægi fyr­ir og það eina sem skorti væri samþykki stjórn­valda til þess að hefjast handa.

Fram kom í frétt Times að gert sé ráð fyr­ir að fjár­fest­ing­in muni í heild hljóða upp á 2,5 millj­arða punda eða sem nem­ur rúm­um 377 millj­örðum króna. Sam­kvæmt frétt Daily Tel­egraph síðasta sum­ar höfðu fjár­fest­ar þá þegar varið um 10 millj­ón­um punda, eða sem nem­ur um 1,5 millj­arði króna, í und­ir­bún­ing fyr­ir mögu­leg­an sæ­streng.

mbl.is