Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Eggert

Sigrún Magnús­dótt­ir, fyrr­ver­andi um­hverf­is- og auðlindaráðherra, fór um víðan völl í ræðu sinni á Hóla­hátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í sam­tali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hug­leiðing­um um hin ýmsu mál. Vegið var að rót­um hjarta henn­ar með inn­flutn­ingi á lambahryggj­um í sum­ar.

Í sam­tali við blaðamann mbl.is á leið sinni að Hól­um á öðrum tím­an­um í dag sagði Sigrún að í ræðunni ætlaði hún að ganga út frá ein­kunn­ar­orðum Há­skól­ans á Hól­um: „Á rót­um fortíðar og vængj­um framtíðar.“ „Ég lít til baka en reyni að fá aðeins loft í væng­ina til að sýna fram á að það er ým­is­legt gott að ger­ast í framtíðinni,“ sagði Sigrún.

Hún leit til baka hvað varðar Hóla, en hún tel­ur það „al­var­leg­ustu byggðarösk­un sem hef­ur orðið á Íslandi“ þegar allt var flutt frá Hól­um og suður til Reykja­vík­ur. „Þetta var gríðarlegt högg fyr­ir Norður­land,“ seg­ir Sigrún, en ann­ars voru ís­lenska tung­an og um­hverf­is­mál­in helst til um­fjöll­un­ar í ræðu henn­ar. Og lambahrygg­ir frá Nýja-Sjálandi.

Sigrún hugðist líta til baka hvað varðar Hóla í ræðu …
Sigrún hugðist líta til baka hvað varðar Hóla í ræðu sinni, en hún tel­ur það „al­var­leg­ustu byggðarösk­un sem hef­ur orðið á Íslandi“ þegar allt var flutt frá Hól­um og suður til Reykja­vík­ur og í Skál­holt. mbl.is/​Ein­ar Falur Ing­ólfs­son

Var­ar við heimsenda­spám um lofts­lags­mál

„Ég vil vara við að menn séu með heimsenda­spár því hver kyn­slóð hef­ur þurft að búa við sín­ar ógn­ir eða breyt­ing­ar og maður má ekki ala ung­menni upp í því að allt sé að fara veg allr­ar ver­ald­ar,“ seg­ir Sigrún.

Með þessu vís­ar Sigrún til umræðna um lofts­lags­mál, sem eru henni hug­leikn­ar. Hún hef­ur trú á því að unga fólkið í dag hafi það sem til þarf og finni lausn­ir á vand­an­um.

„Hver kyn­slóð hef­ur þurft að eiga við ýms­ar ógn­an­ir og hætt­ur, heims­styrj­ald­ir og aðrar ham­far­ir. Ég hef fulla trú á unga fólk­inu í dag, að við finn­um leiðir til þess að breyta rétt og laga okk­ur að því sem er að ger­ast. Finna græn­ar lausn­ir.“

Neysl­an verður að minnka

Sigrún seg­ir að henni þyki fram­far­ir svo örar, „að þetta muni bjarg­ast“. Hún seg­ir þó að hver og einn ein­asti maður þurfi að huga að eig­in neyslu og því að breyta henni.

„Maður þarf að taka til í öllu,“ seg­ir Sigrún og bæt­ir við að inn­flutn­ing­ur á lambahryggj­um, sem mikið hef­ur verið rætt um und­an­farið, hafi sýnt henni fram á að Íslend­ing­ar eigi langt í land í því að breyta neyslu­hegðun sinni.

Lambahryggur. Af hverju má þá ekki skorta í nokkrar vikur, …
Lambahrygg­ur. Af hverju má þá ekki skorta í nokkr­ar vik­ur, spyr Sigrún. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

„Það var vegið að rót­um hjarta míns með þess­ari vit­leysu. Það er það mest „absúrd“ sem hægt er að gera. Það sann­ar að við höf­um ekki lagað hugs­un­ina í um­hverf­is­mál­um. Það sýn­ir of­neysl­una, neyslu­hyggj­una al­veg í raun. Að flytja inn lambahryggi, eina afurð sem kannski skort­ir í ör­fáa daga eða vik­ur - og fullt til af öðru lamba­kjöti. Að flytja þá líka inn gam­alt kjöt frá Nýja-Sjálandi!“ seg­ir Sigrún hneyksluð, en færsl­ur úr frysti­hólf­um stór­markaða fóru nokkuð víða á sam­fé­lags­miðlum í sum­ar og sýndu þær lambahryggi af ný­sjá­lensku sauðfé, sem báru upp­runa­árs­merk­ing­una 2017.

Hún seg­ir að ís­lenska þjóðin ætti að geta verið án þess að steikja lambahryggi í nokkr­ar vik­ur. „Það má nú al­veg skapa ákveðna eft­ir­vænt­ingu eft­ir ein­hverju góðu. Þess vegna heit­ir aðventa að-venta, við erum að bíða eft­ir jól­un­um,“ seg­ir Sigrún.

„Það má stund­um aðeins dempa neysl­una! Hitt er mjög ríkt í okk­ur, við vilj­um að allt sé til og alltaf, þetta verður erfiðast, að breyta hugs­un og hegðun.“

Orð sum­ars­ins er „þroskaþjóf­ur“

Í ræðu sinni ætlaði Sigrún einnig að vekja at­hygli á sýn­ing­unni Óravídd­ir mál­fars­ins sem nú er í gangi niðri í Safna­húsi. „Þar er orðunum þeytt út í geim­inn og maður fer að skynja þess­ar þraut­ir og vef­inn sem bæði stjörn­ur og orð mynda með sér. Það er mjög gam­an að velta því fyr­ir sér,“ seg­ir Sigrún.

Hún seg­ir að orð sum­ar­ins hjá sér sé „þroskaþjóf­ur“. Og á þar við um síma. Eru þeir „þroskaþjóf­ar“ á and­legt at­gervi barna og ung­menna? Eða eru þeir undra­tæki sem hjálpa til við ala upp kyn­slóð sem hef­ur náð að sanka að sér meiri þekk­ingu en þær kyn­slóðir sem áður komu?

„Já þetta er stór spurn­ing,“ seg­ir Sigrún, sem kveðst upp­tek­in af orðum. „Þau segja manni oft mjög margt og það er skemmti­legt að velta því fyr­ir sér.“

Á þeim nót­um lýk­ur sam­tali blaðamanns og Sigrún­ar, sem var á leiðinni í guðsþjón­ustu í Hóla­dóm­kirkju, sem áður seg­ir.

Snjallsímar. Eru þeir „þroskaþjófar“ á andlegt atgervi barna og ungmenna? …
Snjallsím­ar. Eru þeir „þroskaþjóf­ar“ á and­legt at­gervi barna og ung­menna? Eða eru þeir undra­tæki sem hjálpa til við ala upp kyn­slóð sem hef­ur náð að sanka að sér meiri þekk­ingu en þær kyn­slóðir sem áður komu? mbl.is/​Eggert
mbl.is