Leikararnir Brad Pitt og Margot Robbie voru í skemmtilegu viðtali við Heat nýverið þar sem þau ræddu m.a. kvikmyndina Once Upon a Time in Hollywood sem frumsýnd verður á næstunni.
Þáttastjórnandi spurði leikarana hvar væri vandræðalegast að vera frægur og hitta almenning. Pitt var á því að versti staðurinn væri á almenningssalerni við pissuskálarnar. Þá langi hann ekki að heilsa neinum.
„Sér í lagi vil ég ekki heilsa fólki með handabandi þar.“
Margot Robbie tók undir með Pitt og sagðist lengi vel hafa velt því fyrir sér hvernig væri að vera karlmaður þegar kemur að þessum hlutum. Hvort þeir ræddu saman þegar þeir stæðu saman að pissa.
„Ég reyni að gera það ekki,“ segir Pitt.