Corbyn styður Katrínu

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hittust …
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hittust í London í apríl. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Jeremy Cor­byn, leiðtogi breska Verka­manna­flokks­ins, hvet­ur Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra til að lýsa yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um, í bréfi sem hann hef­ur ritað henni. 

Cor­byn birt­ir bréfið á Twitter þar sem hann lýs­ir yfir stuðningi á aðgerðum henn­ar í lofts­lags­mál­um. Hann seg­ir jafn­framt að það hafi verið heiður að hitta Katrínu í London í vor þar sem lofts­lags­mál voru þeim hug­leik­in.

Í kjöl­far fund­ar þeirra lagði hann fram þingslálykt­un­ar­til­lögu í breska þing­inu þess efn­is að neyðarástandi yrði lýst yfir í lofts­lags­mál­um. Til­lag­an var samþykkt án at­kvæðagreiðslu. 

Cor­byn seg­ist styðja Katrínu vegna þeirr­ar vinnu og leiðtoga­hæfni sem hún hef­ur sýnt hvað varðar lofts­lags­breyt­ing­ar, meðal ann­ars með fundi for­sæt­is­ráðherr­um Norður­land­anna sem fram fer í Reykja­vík á morg­un.

Þá seg­ist hann ætla að standa við orð sín frá því apríl að flokk­ur hans vilji vinna náið með þeim sem er al­vara að stöðva þá þróun sem orðið hef­ur með lofts­lags­breyt­ing­um. 

Þá seg­ir hann áhrif lofts­lags­breyt­inga ljós og vís­ar í at­höfn­ina sem var við Ok­jök­ul í gær, þar sem Katrín ávarpaði sam­kom­una.

„Við get­um gripið til aðgerða áður en það er um sein­an. Það er sögu­leg skylda okk­ar,“ skrif­ar Cor­byn í færslu sinni á Twitter þar sem hann birt­ir bréfið. 

mbl.is