„Jarðarför“ Okjökuls vekur athygli

00:00
00:00

Form­leg kveðju­at­höfn á jökl­in­um Ok í Kalda­dal í Borg­ar­f­irði í gær hef­ur vakið heims­at­hygli. Sum­ir fjöl­miðlar, svo sem AP og Buzz­Feed, tala jafn­vel um jarðarför jök­uls­ins á meðan aðrir segja sorg­ar­ástand ríkja á Íslandi. At­höfn­in var vissu­lega kveðju­at­höfn, þar sem Ok er fyrst­ur ís­lenskra jökla til að hverfa á tím­um lofts­lags­breyt­inga. 

„Ísland kveður fyrsta jök­ul­inn sem laut í lægra haldi fyr­ir lofts­lags­breyt­ing­um“ og „Ísland syrg­ir horf­inn jök­ul“ eru á meðal fyr­ir­sagna fjöl­miðla síðasta sól­ar­hring­inn.  

Í um­fjöll­un AFP er vak­in at­hygli á því að skömmu eft­ir að fregn­ir bár­ust af því að nýliðinn júlí­mánuður var heit­asti mánuður á heimsvísu frá upp­hafi mæl­inga af­hjúpa Íslend­ing­ar minn­ing­ar­skjöld um fyrsta jök­ul­inn sem hverf­ur vegna lofts­lags­breyt­inga. 

„Ég vona að þessi at­höfn veiti okk­ur hvatn­ingu, ekki bara okk­ur Íslend­ing­um held­ur allri heims­byggðinni, af því að það sem við sjá­um hér er bara einn angi lofts­lagskrís­unn­ar,“ hef­ur AFP eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.  

Um eitt hundrað manns voru viðstödd kveðju­at­höfn­ina í gær þar sem minn­ing­ar­skjöld­ur um Ok var af­hjúpaður. Að hon­um standa Cy­mene Howe og Dom­inic Boyer, mann­fræðing­ar og rann­sókna­fólk við Rice-há­skóla í Texas í Banda­ríkj­un­um. Odd­ur Sig­urðsson jökla­fræðing­ur kem­ur einnig að skild­in­um sem og Andri Snær Magna­son sem er höf­und­ur texta á minn­ing­ar­skild­in­um sem ber yf­ir­skrift­ina Bréf til framtíðar.

Af­hjúp­un skjald­ar­ins hef­ur svo sann­ar­lega vakið heims­at­hygli und­an­farið og beint aug­um að þeirri staðreynd að á Íslandi er jök­u­lís­inn að hverfa. Staðreynd­in er sú, líkt og fram kem­ur í texta Andra Snæs, að bú­ast má við að á næstu 200 árum fari all­ir jökl­ar sömu leið og Ok­jök­ull. Hvarf hans geti verið upp­hafið að öðru og meira.

AP-fréttastofan fjallar um hvarf Okjökuls líkt og fjölmargir erlendir miðlar.
AP-frétta­stof­an fjall­ar um hvarf Ok­jök­uls líkt og fjöl­marg­ir er­lend­ir miðlar. Skjá­skot/​AP
NBC-fréttastofan talar um „jarðarför“ Okjökuls. Flestir fjölmiðlar veita því einnig …
NBC-frétta­stof­an tal­ar um „jarðarför“ Ok­jök­uls. Flest­ir fjöl­miðlar veita því einnig at­hygli að ef fram fer sem horfið verða all­ir jökl­ar á Íslandi horfn­ir árið 2200. Skjá­skot/​NBC
mbl.is