Ekki léttvæg ákvörðun

HB Grandi heitir nú Brim.
HB Grandi heitir nú Brim. mbl.is/Hjörtur

Davíð Rúdólfs­son, for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar og staðgeng­ill fram­kvæmda­stjóra Gild­is líf­eyr­is­sjóðs, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að ákvörðunin um sölu á 8,49% pró­senta hlut líf­eyr­is­sjóðsins í út­gerðarfé­lag­inu Brimi (áður HB Granda) í gær til FISK Sea­food, hafi ekki verið létt­væg, en hún hafi verið tek­in í kjöl­far kaupa Brims á sölu­fé­lög­um í eigu Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur fyr­ir helgi. Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur er í eigu for­stjóra Brims, Guðmund­ar Kristjáns­son­ar.

Á hlut­hafa­fundi 15. ág­úst greiddi Gildi at­kvæði á móti kaup­um á sölu­fé­lög­un­um. Kaup­in voru engu að síður samþykkt með um 90% greiddra at­kvæða á fund­in­um. „Þetta voru ekki fyrstu viðskipti Brims við tengd­an aðila, og okk­ur fannst þetta vera orðin helst til um­fangs­mik­il viðskipti við fé­lag í eigu for­stjór­ans og stærsta hlut­haf­ans. Það sem miklu máli skipt­ir í þessu til­felli er hvað kaup­in á sölu­fé­lög­un­um leiða til mik­ill­ar aukn­ing­ar á hlut Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur í fé­lag­inu, og þar með til þreng­inga á eign­ar­haldi Brims, sem olli okk­ur áhyggj­um,“ seg­ir Davíð, en Gildi á áfram 0,2% hlut í Brimi eft­ir kaup­in.

Fyrri viðskipt­in sem Davíð vís­ar til hér að ofan voru kaup Brims á út­gerðarfé­lag­inu Ögur­vík af Útgerðarfé­lagi Reykja­vík­ur.

Mögu­lega mis­tök

Kom ekki til greina að selja hlut­inn í Brimi í kjöl­far viðskipt­anna með Ögur­vík í fyrra?

„Nei, en það mál vakti vissu­lega ýms­ar spurn­ing­ar. Við samþykkt­um þau kaup að end­ingu á sín­um tíma. Eft­ir á að hyggja má hins veg­ar velta fyr­ir sér hvort það hafi verið mis­tök, þ.e. upp á for­dæmið að gera um viðskipti milli tengdra aðila.“

Kem­ur til greina að kaupa aft­ur hlut í Brimi miðað við nú­ver­andi stjórn­ar­hætti í fé­lag­inu?

„Ég get ekki full­yrt neitt um það en miðað við óbreytta stöðu mála þá á ég ekki von á því.“

Aðspurður seg­ir Davíð að verðið sem fékkst fyr­ir hlut­inn hafi verið ásætt­an­legt, og sam­bæri­legt því sem Gildi bauðst í yf­ir­töku­til­boði sem Brim gerði hlut­höf­um HB Granda 28. maí árið 2018, upp á 34,3 krón­ur fyr­ir hvern hlut, að teknu til­liti til arðgreiðslna. Davíð staðfest­ir að greiðsla fyr­ir hlut­inn hafi verið í formi hluta­bréfa í Hög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: