Málið „fullskoðað og fullrætt“

Bjarni segir ekki hættu á klofningi innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja …
Bjarni segir ekki hættu á klofningi innan Sjálfstæðisflokksins vegna þriðja orkupakkans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins tel­ur flokk­inn ekki standa frammi fyr­ir klofn­ingi vegna þriðja orkupakk­ans þrátt fyr­ir að málið sé um­deilt í stór­um og breiðum flokki. Þar tak­ist ólík sjón­ar­mið á, en flokk­ur­inn þoli vel umræður og átök.

Þetta kom fram í máli Bjarna Bene­dikts­son­ar í Kast­ljósi í kvöld. Spurður út í minnk­andi fylgi flokks­ins í skoðana­könn­un­um hristi Bjarni það af sér og sagði aðeins eina mæl­ingu skipta máli: kosn­ing­ar. Sagði hann þó ljóst að lands­lag stjórn­mál­anna væri að breyt­ast og að fylgi dreif­ist nú á fleiri flokka. 

Aðspurður hvort and­stæðing­ar þriðja orkupakk­ans væru aðeins lít­ill en há­vær hóp­ur, eða hvort flokk­ur­inn hlustaði ein­fald­lega ekki, sagði Bjarni það at­hygl­is­vert hve hátt umræðan færi núna.

Frá­leitt að menn séu að flýta sér

Málið hafi verið í skoðun inni á þing­inu í mörg ár. Hann væri sam­mála áhyggj­um and­stæðinga orkupakk­ans þriðja, að mik­il­vægt væri að koma hér upp orku­stefnu og að ork­an verði nýtt í fram­far­ir í land­inu fyr­ir lands­menn alla. „Það skipt­ir máli að við gef­um ekki frá okk­ur yf­ir­ráð í þess­um mála­flokki, en við erum ekki að gera það í þessu til­tekna máli.“

Þá sagði hann, aðspurður hvers vegna lægi á að koma mál­inu í gegn­um þingið, það frá­leitt að menn væru að flýta sér. „Okk­ur ligg­ur ekk­ert á [...] Málið er fullskoðað og full­rætt.“

„Það eru marg­ir sem virðast telja við séum að taka ein­hverja grund­vall­ar­ákvörðun núna, í orku­mál­um og í EES-sam­starf­inu, en það er mik­ill mis­skiln­ing­ur vegna þess að ákvörðunin um að vera með orku­mál­in inni á EES-svæðinu var tek­in fyr­ir ald­ar­fjórðungi síðan.“

mbl.is