Metfjöldi skógarelda í Brasilíu

Ólöglegt skógarhögg í Amazon-frumskógi. Þar tíðkast að koma af stað …
Ólöglegt skógarhögg í Amazon-frumskógi. Þar tíðkast að koma af stað skógareldum til að rýma fyrir búfjárrækt. AFP

Met­fjöldi skógar­elda hef­ur í ár geisað í regn­skóg­um Bras­il­íu. Þetta kem­ur fram í gögn­um frá Geim­rann­sókn­ar­stofn­un Bras­il­íu (Inpe) en gervi­hnatta­gögn þeirra sýna að um­fang skógar­elda er 81% meira en á sama tíma í fyrra. 74.000 eld­ar hafa greinst frá ára­mót­um, sem er met frá því farið var að safna gögn­um árið 2013.

Aðeins er vika síðan for­seti lands­ins, Jair Bol­son­aro, rak yf­ir­mann stofn­un­ar­inn­ar vegna deilna um fram­setn­ingu henn­ar á staðreynd­um um eyðingu regn­skóga lands­ins. Vernd­arsinn­ar hafa sagt Bol­son­aro standa á sama um skóg­inn og hef­ur hann hvatt skóg­ar­höggs­menn og bænd­ur til áfram­hald­andi nýt­ing­ar á regn­skóg­um. Gögn frá NASA, Geim­ferðastofn­un Banda­ríkj­anna, benda þó til að skógar­eld­ar í Amazon, þekkt­asta regn­skógi lands­ins, séu und­ir meðaltali síðustu ára en aðrir eld­ar vegi upp á móti því.

Í frétt BBC seg­ir að skógar­eld­ar séu al­geng­ir á þurrka­tíma­bil­um þar sem aðeins þurfi lít­inn neista til að tendra stórt bál. Einnig þekk­ist að eld­um sé vís­vit­andi komið af stað í þeim til­gangi að ryðja land fyr­ir búfé.

mbl.is