SVG þakkar Gildi fyrir söluna

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) lýsir yfir ánægju sinni með …
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur (SVG) lýs­ir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórn­ar Gild­is líf­eyr­is­sjóðs að selja hluta­bréf líf­eyr­is­sjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakk­ar Gildi fyr­ir að taka þessa ákvörðun. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá SVG.

Einnig kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að Ein­ar H. Harðar­son formaður SVG hafi lagt fram til­lögu um að Gildi ætti að selja öll hluta­bréf sín í HB Granda/​Brimi á sjóðsfé­laga­fundi líf­eyr­is­sjóðsins í nóv­em­ber síðastliðnum.

Sú til­laga var rök­studd með því að Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri og stærsti hlut­hafi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins, hefði með ákvörðunum síðastliðin miss­eri „leynt og ljóst grafið und­an stöðu sjó­manna í land­inu og unnið gegn hags­mun­um þeirra“.

Davíð Rúdólfs­son, for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar og staðgeng­ill fram­kvæmda­stjóra Gild­is líf­eyr­is­sjóðs, ræddi söl­una í Morg­un­blaðinu í gær, en um var að ræða 8,49% hlut í Brimi, sem seld­ur var til FISK Sea­food. Ákvörðunin var tek­in í kjöl­far kaupa Brims á sölu­fé­lög­um í eigu Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur, sem er í eigu for­stjóra Brims.

„Þetta voru ekki fyrstu viðskipti Brims við tengd­an aðila, og okk­ur fannst þetta vera orðin helst til um­fangs­mik­il viðskipti við fé­lag í eigu for­stjór­ans og stærsta hlut­haf­ans. Það sem miklu máli skipt­ir í þessu til­felli er hvað kaup­in á sölu­fé­lög­un­um leiða til mik­ill­ar aukn­ing­ar á hlut Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur í fé­lag­inu, og þar með til þreng­inga á eign­ar­haldi Brims, sem olli okk­ur áhyggj­um,“ sagði Davíð.

Gildi á áfram 0,2% hlut í Brimi eft­ir söl­una.

mbl.is