Baulað á umhverfisráðherra Brasilíu

Ricardo Salles er staddur á loftslagsviku latnesku Ameríku og Karíbahafsins …
Ricardo Salles er staddur á loftslagsviku latnesku Ameríku og Karíbahafsins í brasilísku borginni Salvador. AFP

Kallað var frammi í fyr­ir og baulað á um­hverf­is­ráðherra Bras­il­íu á fundi af til­efni lofts­lagsviku lat­nesku Am­er­íku og Karíbahafs­ins í bras­il­ísku borg­inni Sal­vador í gær. „Amazon-svæðið brenn­ur!“ kallaði einn fund­ar­gesta þegar Ricar­do Sal­les steig í ræðustól.

Gögn úr gervi­hnatta­mynd­um Geim­rann­sókn­ar­stofn­un­ar Bras­il­íu sýna að 85% aukn­ing hafi orðið á skógar­eld­um í land­inu það sem af er ári.

Nátt­úru­vernd­arsinn­ar kenna stjórn­völd­um um aukn­ing­una og segja Jair Bol­sonero for­seta hvetja til auk­inn­ar land­notk­un­ar skóg­ar­höggs­manna og bænda og flýti þannig fyr­ir skógareyðingu Amazon-regn­skóg­ar­ins.

Bol­son­aro seg­ir að verið sé að rann­saka upp­tök eld­anna og rík­is­stjórn­ina skorti úrræði til að ráða niður­lög­um eld­anna. Hann neit­ar því jafn­framt að hafa kennt nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um um að hafa kveikt eld­anna, þrátt fyr­ir fyrri aðdrótt­an­ir hans þess efn­is.

Í um­fjöll­un BBC seg­ir að Amazon, stærsti regn­skóg­ur heims, gegni gríðarlega mik­il­vægu hlut­verki kol­efn­is­bind­ing­ar, sem hægi á lofts­lags­breyt­ing­um.

mbl.is