Ísland er vinsæll kostur hjá ferðamönnum sem eru á löngum ferðalögum og vilja skipta ferðalaginu upp í tvo hluta. Reyndar er Ísland svo góður kostur að höfuðborgin er efst lista Independent yfir þær borgir sem þykja hve ákjósanlegastar þegar þarf að skipt langri ferð upp í tvennt og gista.
Independent mælir með því að koma við á Íslandi á leiðinni til Norður-Ameríku. Það er mælt með því að fólk geri klassíska hluti í leiðinni eins og að fara í Bláa lónið, fara á Gullfoss, Geysi og Þingvelli.
Reykjavík er í góðum hópi á listanum en á eftir Reykjavík koma Abu Dhabi, Miamí, Perth, Madríd, Singapore, Lissabon, Dubaí, Atlanta og Hong Kong.