Einnota plast bannað á Everest

Mount Everest, hæsti tindur veraldar.
Mount Everest, hæsti tindur veraldar. AFP

Einnota plast hef­ur verið bannað á hæsta fjalli heims, Ev­erest, og þar í kring. Með þessu vilja nepölsk yf­ir­völd stemma stigu við því mikla rusli sem fjall­göngu­menn skilja eft­ir sig.

Yf­ir­völd­in stóðu á þessu ári fyr­ir hreins­un­ar­átaki á Ev­erest og söfnuðust yfir tíu tonn af rusli. Plast­bannið nær meðal ann­ars yfir alla drykki í plast­flösk­um og tek­ur það gildi í janú­ar á næsta ári.

„Ef við byrj­um strax mun þetta hjálpa til við að halda Ev­erest og fjöll­un­um í kring hrein­um til langs tíma,“ sagði emb­ætt­ismaður­inn Ganesh Ghimire við AFP.

Um fimm­tíu þúsund ferðamenn sækja svæðið heim á hverju ári, þar á meðal stór hóp­ur fjall­göngu­manna. Þeir hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári. 

mbl.is