Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Píratahreyfingin hefur nú bæst í hóp þeirra …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Píratahreyfingin hefur nú bæst í hóp þeirra sem vilja að hún lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pírata­hreyf­ing­in tek­ur und­ir áskor­un helstu nátt­úru­vernd­ar­sam­taka lands­ins og skor­ar á Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um.

Í áskor­un­inni, sem dag­sett var 16. ág­úst og sem und­ir­rituð er m.a. af for­svars­mönn­um Land­vernd­ar, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um Íslands, Fugla­vernd Íslands, Vot­lend­is­sjóði, Neyt­enda­sam­tök­un­um og Stúd­entaráði Há­skóla ís­lands er það sagt vekja furðu að ekk­ert Norður­land­anna hafi fylgt í fót­spor breska þings­ins og lýst yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um.  

„Gögn­in eru skýr, það rík­ir neyðarástand og unga kyn­slóðin okk­ar grát­biður okk­ur um að taka ábyrgð. Los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá Íslandi eykst hratt og er, miðað við höfðatölu, mun meiri en í ná­granna­lönd­um okk­ar,“ seg­ir í áskor­un­inni. Þar er Katrín hvött til að „lýsa yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um og skuld­binda [Ísland] sem þjóð til að sýna al­vöru ábyrgð.“

Til­lag­an var samþykkt í kosn­inga­kerfi Pírata þar sem hún hlaut flýtimeðferð, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Pír­öt­um. Er jafn­framt lagt til að for­sæt­is­ráðherra leggi í kjöl­farið fram til­lög­ur að græn­um sátt­mála fyr­ir Ísland líkt og kveðið er á um í þings­álykt­un­ar­til­lögu Pírata um græn­an sátt­mála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina