Stúdentar hætta að selja vatn

Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta.
Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um­hverf­is­sjón­ar­mið eru mörg­um stúd­entn­um hug­leik­in og leit­ar Fé­lags­stofn­un stúd­enta, sem er í eigu stúd­enta og rek­ur meðal ann­ars mötu­neyti Há­skól­ans, Hámu, ým­issa leiða til að verða við ábend­ing­um stúd­enta. Þannig voru einnota plast­glös við vatns­h­ana í mötu­neyt­inu tek­in úr um­ferð fyr­ir nokkr­um árum og þeirra í stað komu fjöl­nota glös.

Það kann því að koma ein­hverj­um spánskt fyr­ir sjón­ir að reka aug­un í hreint vatn í plast­flösk­um, sem er til sölu í Hámu. Slíkt er enda sjaldn­ast í sölu nema til að pranga inn á ferðamenn, sem vita ekki bet­ur og má glöggt ráða af því að fram­leiðend­ur hafa ekki einu sinni fyr­ir því að prenta umbúðir á ís­lensku þótt var­an sé fram­leidd og seld hér­lend­is.

Spurð út í þetta seg­ist Re­bekka Sig­urðardótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta, ekki hafa áttað sig á því að þetta væri enn í hill­un­um, en tek­ur und­ir með blaðamanni að það skjóti skökku við. Ekki þurfti að bíða lengi eft­ir aðgerðum því um klukku­stund síðar, þegar viðtalið hélt áfram, var búið að taka ákvörðun um að vatns­sölu yrði hætt. Það vatn sem til er verður selt, en ekki verður pantað meira.

„Þeim upp­lýs­ing­um hef­ur verið komið til starfs­manna að benda viðskipta­vin­um, sem eru þá mest­megn­is er­lend­ir gest­ir, á að vatnið í han­an­um sé al­veg það sama.“

Pure Iceland-vatn stendur nemendum Háskólans til boða fyrir 190 krónur, …
Pure Ice­land-vatn stend­ur nem­end­um Há­skól­ans til boða fyr­ir 190 krón­ur, steinsnar frá vatns­han­an­um. En ekki mikið leng­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Um­hverf­is­vernd get­ur verið æði flók­in og ekki alltaf sem aðgerðir skila ár­angri, þótt hug­ur­inn sé góður. Re­bekka nefn­ir að mikið ákall sé uppi um að minnka plast­notk­un og að því sé stefnt. Síðast í gær voru plast­hnífa­pör, sem jafn­an hafa legið á al­manna­færi stúd­ent­um að kostnaðarlausu, færð inn í versl­un Hámu og þarf nú að borga kostnaðar­verð fyr­ir.

Marg­ir am­ist við því að til­bún­um rétt­um Hámu sé pakkað í plast og seg­ir Re­bekka að stefnt sé að því að hafa sem minnst af umbúðum. „Hins veg­ar höf­um við stund­um fengið at­huga­semd­ir frá heil­brigðis­eft­ir­lit­inu og þurf­um að fram­fylgja þeim.“ Þá gangi ekki að minnka umbúðir um of því þar með verði geymsluþolið verra. Er það bæði dýrt spaug og um­hverf­is­skætt að sóa mat.

„En við erum alltaf opin fyr­ir til­lög­um að úr­bót­um. Há­skól­inn er með starfs­mann í um­hverf­is- og sjálf­bærni­mál­um og við fáum leiðbein­andi línu þaðan. Það sam­starf er mjög gott,“ seg­ir Re­bekka. 

Tveir veg­an-rétt­ir í hvert mál

Úrval veg­an-mat­ar í Hámu hef­ur tekið stakka­skipt­um á und­an­förn­um miss­er­um. Nýj­asta viðbót­in í flóru grænkera­fæðis er sú að nú er boðið upp á heit­an veg­an-rétt og veg­an-súpu í Hámu í hverju há­degi.

Tveir heit­ir rétt­ir og tvær súp­ur eru á boðstól­um í Hámu allt skóla­árið og hef­ur ann­ar rétt­ur­inn og önn­ur súp­an verið kjöt­laus um skeið, en þó ekki endi­lega laus við all­ar dýra­af­urðir og því ekki veg­an. En nú eru breytt­ir tím­ar og skulu græn­met­is­rétt­irn­ir standa und­ir nafni. „Við byrjuðum að prófa okk­ur áfram í vor,“ seg­ir Re­bekka.

Nemendur Háskólans bíða matarins með eftirvæntingu.
Nem­end­ur Há­skól­ans bíða mat­ar­ins með eft­ir­vænt­ingu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hún seg­ir hóp stúd­enta lengi hafa kallað eft­ir auknu úr­vali grænkera­fæðis í Hámu og reynt hafi verið að verða við þeim ósk­um. „Við höf­um reynt ým­is­legt í gegn­um tíðina, en það hef­ur ekki alltaf reynst grund­völl­ur fyr­ir fram­boðinu.“ Síðustu miss­eri hafi þeim hins veg­ar fjölgað ört sem kjósi að neyta minna af, eða jafn­vel engra dýra­af­urða og nú hafi þreif­an­ir Fé­lags­stofn­un­ar leitt í ljós að næg spurn er eft­ir veg­an­rétt­un­um til að rétt­læta fram­boðið. Fleira er jú mat­ur en feitt kjöt, eins og seg­ir á til­kynn­inga­töflu í mötu­neyti Há­skóla­torgs.

„Það er orðið mjög al­gengt að fólk velji veg­an­mat, og það gild­ir líka um kjötæt­ur sem velja rétt­ina því þeir eru girni­leg­ir.“ Til viðbót­ar við heitu rétt­ina sel­ur Háma smurðar sam­lok­ur, salöt og fleiri rétti og þar hef­ur græn­met­inu einnig vaxið fisk­ur um hrygg.

Fé­lags­stofn­un rek­ur einnig bar­inn og veit­ingastaðinn Stúd­enta­kjall­ar­ann, Lar­ann, og seg­ir Re­bekka að þar á seðli séu sex veg­an-rétt­ir hið minnsta.

mbl.is