Nálgast tvö þúsund tonn af makríl

Brynja SH er aflahæsti báturinn það sem af er makrílvertíðinni.
Brynja SH er aflahæsti báturinn það sem af er makrílvertíðinni. mbl.is/Alfons Finnsson

Alls hafa færa­bát­ar veitt um 1.886 tonn af mak­ríl það sem af er liðið vertíðinni á þessu sumri. Á sama tíma á síðasta ári hafði 2.021 tonni verið landað, en það er þrátt fyr­ir að veiðarn í ár hafi haf­ist tölu­vert fyrr í ár en í fyrra.

Þessu veld­ur einna helst lé­leg veiði und­an­farna viku, sem gefið hef­ur aðeins um hundrað tonn. Til sam­an­b­urðar veidd­ust um þúsund tonn á tíma­bil­inu 17. ág­úst  - 23. ág­úst í fyrra.

Brynja SH afla­hæsti bát­ur­inn

Á þetta er bent á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, en þar seg­ir að fjöru­tíu bát­ar hafi verið að mak­ríl­veiðum þessa vertíð.

Afla­hæsti bát­ur­inn er Brynja SH með 127 tonn en fimm aðrir bát­ar eru komn­ir með yfir hundrað tonn: Fjóla GK með 126 tonn, Addi afi GK með 123 tonn, Júlli Páls SH með 122 tonn, Siggi Bessa SF með 114 tonn og Guðrún Petrína GK með 106 tonn.

Ekk­ert veiðst fyr­ir norðan land

Ekk­ert hef­ur veiðst fyr­ir norðan land en á síðasta ári hafði Herja ST frá Hólma­vík veitt mest um þetta leyti, eða 136 tonn.

Veiðin við Reykja­nes er orðin sára­lít­il og eru sjó­menn þar sagðir orðnir áhyggju­full­ir um að mak­ríll­inn hafi yf­ir­gefið slóðina vegna kóln­andi sjáv­ar.

Menn lifi þó enn í von­inni og bendi á að veiðitíma­bilið hafi í flest­um til­vik­um náð fram yfir mánaðamót.

mbl.is