Stjórnvöld í Hong Kong fordæmdu í dag skemmdarverk og ofbeldi sem þau segja framin af mótmælendum, en lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum, að því er segir í umfjöllun South China Morning Post.
Mótmælin hófust síðdegis að staðartíma í iðnaðarhverfinu Kwun Tong og náðu til fleiri hverfa. Hafa aðgerðir mótmælenda staðið fram á nótt
Köstuðu mótmælendur meðal annars múrsteinum, bensínsprengjum og ætandi efnum að lögreglu sem skaut pipar boltum, táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur. Hafa 28 verið handteknir og á meðal þeirra einn skipuleggjandi mótmæla sem höfði hlotið samþykkt yfirvalda.
Fram kemur í umfjöllun Hong Kong Free Press að mótmælendur í Kwun Tong hafi umkringt Ngau Tau Kok-lögreglustöðina og hafið að taka í sundur staura sem geyma eftirlitsmyndavélar lögreglunnar.