Spánverjar hafna hugmyndum Macron

Ríkisstjórn Spánar undir forystu Pedro Sánchez, forsætisráðherra, styðja ekki áform …
Ríkisstjórn Spánar undir forystu Pedro Sánchez, forsætisráðherra, styðja ekki áform um að hafna fríverslunarsamningi ESB og Mercosur. AFP

Spænska rík­is­stjórn­in styður ekki hug­mynd­ir Emm­anu­el Macron, for­seta Frakk­lands, um að hafna und­ir­rit­un fríversl­un­ar­samn­ingi Evr­ópu­sam­bands­ins og Mercos­ur (efna­hags­banda­lag Suður-Am­er­íku), en samn­ingaviðræðum lauk eft­ir að hafa staðið í 20 ár.

Bras­il­ísk stjórn­völd hafa hlotið mikla gagn­rýni fyr­ir hvernig brugðist hef­ur verið við skógar­eld­un­um í Amasón og hef­ur Macron meðal ann­ars sakað for­seta Bras­il­íu, Jair Bol­son­aro, um lyg­ar. Sagði Frakk­lands­for­seti í gær að Frakk­land myndi beita sér gegn fríversl­un­ar­samn­ingi ESB og Mercos­ur.

Samn­ingaviðræður ESB og Mercos­ur, sem sam­an stend­ur af Arg­entínu, Bras­il­íu, Parag­væ og Úrúg­væ, hóf­ust 1999 og var samn­ing­ur­inn frá geng­inn á þessu ári. Til­kynnt var um samn­ing­inn á fundi G-20 ríkj­anna í júní.

Enn á eft­ir að und­ir­rita samn­ing­in og inn­leiða hann og er því talið að út­spil Macrons geti sett hann í upp­nám verði meiri­hluti ráðherr­aráðs Evr­ópu­sam­bands­ins sömu skoðunar og for­set­inn. Þá hef­ur Leo Vara­dk­ar, for­sæt­is­ráðherra Írlands, lýst stuðningi við yf­ir­lýs­ingu Macron.

„Spánn er ekki sam­mála því að það eigi að stöðva samn­ing­inn,“ kom fram í yf­ir­lýs­ingu spænskra stjórn­valda í dag. „Spánn hef­ur verið í far­ar­broddi á enda­spretti samn­ingaviðræðna ESB-Mercos­ur-samn­ings­ins sem munopna á gíf­ur­leg tæki­færi fyr­ir bæði svæðis­sam­bönd­in.“

mbl.is