Svona heldur Crawford rassinum flottum

Cindy Crawford er í hörkuformi.
Cindy Crawford er í hörkuformi. mbl.is/AFP

Cindy Crawford má líklega þakka foreldrum sínum fyrir ofurfyrirsætulíkamann. Hún leggur þó sitt af mörkum til að halda líkamanum flottum enda ekkert unglamb lengur 53 ára gömul. Á dögunum birti hún myndband af sér á Instagram gera góða rass- og lærvöðvaæfingu. 

Á myndbandinu má sjá Crawford með leikfimisbolta upp við vegg og renna þannig niður vegginn í stöðu sem margir kalla „stólinn“. Þetta er æfing sem allir ættu að geta gert sem eiga leikfimisbolta en það má auðveldlega gera æfinguna án boltans.

Fólk sem finnst leiðinlegt að æfa og heldur að þetta sé eina æfingin sem ofurfyrirsætan gerir verður líklega fyrir vonbrigðum þegar þeir lesa hvað einkaþjálfari Crawford hefur að segja um æfinguna. Einkaþjálfari Crawford, Sarah Hagaman, deildi myndbandinu líka og útskýrði að æfingin væri upphitunaræfing hjá Crawford. Sagði hún mikilvægt að muna eftir að hita upp. 

View this post on Instagram

Back at it with @sarahperla1 💪🏼

A post shared by Cindy Crawford (@cindycrawford) on Aug 19, 2019 at 10:02am PDT

Cindy Crawdford birti myndband af sér gera æfinguna á Instagram.
Cindy Crawdford birti myndband af sér gera æfinguna á Instagram. Skjáskot/Instagram



mbl.is