„Allt sem blasir við er dauði“

Alls hafa kviknað gróðureldar á 6.436 stöðum í Rondoniu, því …
Alls hafa kviknað gróðureldar á 6.436 stöðum í Rondoniu, því héraði Brasilíu sem hefur orðið hvað verst úti í gróðureldunum nú, það sem af er ári. AFP

Reykjarkófið er svo þykkt að stund­um verður Cessna-flug­vél­in að hækka sig til að kom­ast í gegn. Það veld­ur líka stund­um sviða í aug­um og þess vegna er loft­inn­taki vél­ar­inn­ar lokað til að gera vist­ina í flug­stjórn­ar­klef­an­um bæri­lega. Stund­um er ástandið svo slæmt að það er erfitt að sjá hversu slæmt þetta eig­in­lega er á jörðinni fyr­ir neðan.

„Þetta er ekki bara skóg­ur sem er að brenna,“ seg­ir Ros­ana Vill­ar hjá Green­peace sem flaug með CNN yfir gróðureld­ana í Amazon. „Þetta er næst­um því kirkju­g­arður. Því allt sem blas­ir við er dauði.“

CNN seg­ir um­fang eyðilegg­ing­ar­inn­ar næst­um ann­ars heims. Líkt og framtíðar­sýn hrak­spá­manns sem vilji vara við því sem ger­ist bregðist heim­ur­inn ekki strax við lofts­lags­vánni. „Samt sem áður er þetta raun­veru­legt og hér og nú og fyr­ir neðan okk­ur á meðan sól­inn brenn­ir okk­ur fyr­ir ofan og jörðin kraum­ar fyr­ir neðan,“ seg­ir í frétt­inni.

Alls hafa kviknað gróðureld­ar á 6.436 stöðum í Rondoniu, því héraði Bras­il­íu sem hef­ur orðið hvað verst úti í gróðureld­un­um nú, það sem af er ári. Að sögn banda­rísku geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar NASA er þetta það svæði Amazon-skóg­anna þar sem hvað mest gróðureyðing hef­ur átt sér stað.

Mál­efni Amazon of­ar­lega á baugi á G7-fund­in­um

Gróðureld­ar loga nú 85% fleiri stöðum í Bras­il­íu en á sama tíma í fyrra og greind­ust alls 80.626 eld­ar á sunnu­dags­kvöld. For­seti lands­ins Jair Bol­son­aro hef­ur verið vítt­ur, kallaður lyg­ari og verið hótað viðskiptaþving­un­um af sum­um leiðtog­um G7-ríkj­anna, sem nú funda í Biar­ritz í Frakklandi.

Loka­dag­ur fund­ar­halda ríkj­anna er í dag og er þá bú­ist við að mál­efni Amazon verði of­ar­lega á baugi, en að sögn BBC eru leiðtog­ar ríkj­anna langt komn­ir með að ná sam­komu­lagi um aðgerðir til að aðstoða við að ráða niður­lög­um eld­anna. CNN seg­ir eng­in merki þó enn hafa verið að sjá um veru hers­ins í Amazon á sunnu­dags­kvöld, en það sé næst­um óyf­ir­stíg­an­legt verk að ráða niður­lög­um eld­anna. Á þeim stöðum þar sem reyk­ur­inn sé hvað þykk­ast­ur nái sól­ar­ljós varla til jarðar og eld­ur­inn gleypi heilu skóg­ar­svæðin sem verði á leið hans.

Stöku bygg­ing blas­ir við á jörðu niðri, ein­angraðar á nýtil­búnu land­búnaðarsvæði í kring­um þær. Ekk­ert fólk sjá­ist hins veg­ar, ein­ung­is stöku naut­grip­ir sem hafa lokast inni í eld­in­um og reykn­um.

Fæst við var­an­leg­ar breyt­ing­ar á vist­kerfi

Naut­grip­irn­ir eru ein­mitt ein helsta ástæða eld­anna. Land er rutt með mikl­um hraða til að bregðast við kröf­unni um nauta­kjöt. Naut­grip­irn­ir fái soja, sem vaxi á ökr­um, til að éta eða gras og hvort tveggja kalli á að skóg­lendi sé rutt í burt.

CNN seg­ir ástæður gróðureld­anna vissu­lega vera um­deild­ar, en þegar horft sé á þær úr flug­vél virðist önn­ur rök fölna. Landsvæði á stærð við einn og hálf­an fót­bolta­völl sé rutt á mín­útu fresti og marg­ir sér­fræðing­ar ótt­ist að skógareyðing­in fari að ná þeim punkti að ekki verði aft­ur snúið.

Því meira land sem er rutt því minna raka nær jörðin að geyma. Því þurr­ara verður landið og viðkvæm­ara fyr­ir gróðureld­um. Spurn­ing­in sé hvenær vendipunkt­in­um verði náð.



„Bras­il­ía er nú þegar að fást við lík­ur á var­an­leg­um breyt­ing­um á vist­kerfi sínu,“ seg­ir Vill­ar. „Amazon-svæðið er al­gjör­lega nauðsyn­legt fyr­ir vatna­kerfi allr­ar álf­unn­ar. Þannig að ef við ryðjum skóg­inn mun ekki rigna í suður­hluta lands­ins ein­hver ár.“

CNN seg­ir erfitt að telja um þetta að ræða sem framtíðarspár dóms­dags­spá­manna þegar horft sé á reyk og eld fara eins og hraunelf­ur yfir slétt­urn­ar á sama tíma og áhuga­laus­ir leigu­bíl­stjór­ar segi farþegum að þeir hafi aldrei séð þetta svona slæmt. „Dóms­dags­framtíðin er þegar kom­in og hún er óþol­in­móð.“

Flugvél varpar vatni yfir gróðureldana í Amazon. Þessi var á …
Flug­vél varp­ar vatni yfir gróðureld­ana í Amazon. Þessi var á ferð yfir skóg­lend­inu í Bóli­víu. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina