Herra Hnetusmjör fékk borgað fyrir að rappa í Olís-peysu

Herra hnetusmjör í umræddri peysu.
Herra hnetusmjör í umræddri peysu. skjáskot/Instagram

Peysa rapparans Herra Hnetusmjörs vakti athygli á Menningarnótt á laugardaginn, en rapparinn kom meðal annars fram í henni á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Peysan er gul og græn og með merki Olís. 

Aðspurður segir Herra Hnetusmjör að hann hafi fengið greitt fyrir að klæðast peysunni og að peysan muni fljótlega verða fáanleg. Hún er þó ekki komin í almenna sölu. Að sögn rapparans er peysan gerð eftir gamalli Olís-peysu en komi ekki til með að vera seld á bensínstöðvum Olís.

„Þetta er svipað og 66° Norður hefur verið að gera,“ sagði Herra Hnetusmjör í samtali við blaðamann og vísar þar til þess að 66° Norður hefur tekið upp hönnun á gömlum vörum sem þóttu vinsælar hér áður fyrr og sett þær í nýjan búning. Ekki fékkst uppgefið hvað Herra Hnetusmjör fékk greitt fyrir að klæðast peysunni. 

View this post on Instagram

Nokkrar frá HipHop Hátíð Menningarnætur. (2/3)

A post shared by NesmanBreki (@nesmanbrekii) on Aug 26, 2019 at 4:40am PDT



View this post on Instagram

Garðpartý Bylgjunnar 🎶 📍 Hljómskálagarðurinn

A post shared by Bylgjan 989 (@bylgjan989) on Aug 26, 2019 at 9:06am PDT



mbl.is