„Maður veit aldrei hvað gerist í pólitík“

„Maður veit aldrei hvað gerist í pólitík,“ segir Birgir Ármannsson …
„Maður veit aldrei hvað gerist í pólitík,“ segir Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við hlökk­um til að fara í þessa umræðu og von­umst að sjálf­sögðu til að menn sjái að sér og láti orku­auðlind­ir lands­ins og landið njóta vaf­ans,“ seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, í sam­tali við mbl.is um þingstubb­inn svo­kallaða sem hefst í vik­unni.

Þingið mun koma sam­an í þrjá daga til þess að ræða frum­vörp og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur í tengsl­um við þriðja orkupakk­ann og breyt­ingu á raf­orku­lög­um. Að umræðum lokn­um fer fram at­kvæðagreiðsla áður en þingi verður frestað að nýju þangað til nýtt lög­gjaf­arþing kem­ur sam­an 10. sept­em­ber.

Afstaða þing­manna sterk­ari nú ef eitt­hvað er

Gunn­ar Bragi var ný­kom­inn af þing­flokks­fundi, þegar mbl.is náði tali af hon­um, þar sem þing­menn flokks­ins und­ir­bjuggu sig fyr­ir kom­andi þing­fundi. Spurður hvort að afstaða þing­manna flokks­ins til þriðja orkupakk­ans væri sú sama og áður svaraði hann:

„Að sjálf­sögðu. Hún hef­ur bara styrkst ef eitt­hvað er. Það er eng­in spurn­ing um það.

Þingmenn Miðflokksins eru allir sem einn á móti innleiðingu þriðja …
Þing­menn Miðflokks­ins eru all­ir sem einn á móti inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans og hafa styrkst í þeirri af­stöðu sinni í sum­ar ef eitt­hvað er. mbl.is/​Hari

Gef­ur lítið fyr­ir um­mæli Þór­hild­ar Sunnu

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata, skaut föst­um skot­um að þing­mönn­um Miðflokks­ins í sam­tali við mbl.is fyrr í dag. Kallaði hún þá „al­gjör­lega óút­reikn­an­lega“ og úti­lokaði ekki að þeir myndu virða sam­komu­lag um þing­haldið að vett­ugi.

„Það kæmi mér ekki á óvart ef þeir myndu reyna að draga kan­ínu úr sín­um marg­slungna hatti [...] Miðflokk­ur­inn hef­ur áður virt sam­komu­lög að vett­ugi en í þetta skiptið var það skrifað niður á blað þannig að ég held það verði erfitt fyr­ir þá að bakka út úr því en alls ekki ómögu­legt miðað við það sem ég þekki af þeim fé­lög­um. Það er ekk­ert alltaf hægt að treysta á að þeir geri það sem þeir seg­ist ætla að gera,“ sagði Þór­hild­ur meðal ann­ars.

„Virðum öll okk­ar sam­komu­lög“

Gunn­ar Bragi lét sér fátt um finn­ast um þessa orðræðu Þór­hild­ar og vísaði henni til föður­hús­anna. „Ég held það sé rétt að hún skýri þetta nán­ar því ég veit ekki bet­ur en það sé ein­mitt hún og rest­in af stjórn­ar­and­stöðunni sem ekki hafa staðið við sam­komu­lag um skipt­ingu í nefnd­ir gagn­vart okk­ur,“ sagði Gunn­ar og bætti við:

„Við virðum öll okk­ar sam­komu­lög að sjálf­sögðu, nú sem áður.“

Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins vonar að þingmenn sjái að …
Gunn­ar Bragi Sveins­son þing­flokks­formaður Miðflokks­ins von­ar að þing­menn sjái að sér og leyfi land­inu að njóta vaf­ans. mbl.is/​Hari

Tel­ur alla eða flestalla þing­menn á einu máli

Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, býst ekki við öðru en að þing­haldið fari fram með þeim hætti sem samið var um í júní. Hann seg­ir ein­hug ríkja meðal þing­manna flokks­ins að styðja inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans.

Er það meiri­hluta­ákvörðun eða eru all­ir ein­staka þing­menn á þeirri skoðun?

„Það verður hver að svara fyr­ir sig en ég á ekki von á öðru en að málið muni hljóta stuðnings allra eða svo til allra þing­manna flokks­ins,“ svaraði Birg­ir og bætti við:

Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að allir eða flestallir þingmenn …
Birg­ir Ármanns­son þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins tel­ur að all­ir eða flestall­ir þing­menn flokks­ins muni styðja inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans. Eggert Jó­hann­es­son

„Okk­ur hef­ur verið ljóst lengi að málið væri um­deilt meðal flokks­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins og það hef­ur komið fram á fjöl­mörg­um fund­um þing­manna með flokks­mönn­um. En nú er það þannig að þing­flokk­ur­inn hef­ur unnið í lang­an tíma að þessu máli, farið yfir það fram og til baka, og það hef­ur ekk­ert komið fram sem þing­flokk­ur­inn tel­ur gefa til­efni til að breyta um af­stöðu.“

Hann á ekki von á nein­um uppá­kom­um á þing­fund­um í vik­unni. „En maður veit aldrei hvað ger­ist í póli­tík,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina