Ræða viðskiptaþvinganir

Rússar virðast sleppa.
Rússar virðast sleppa. mbl.is/Árni Sæberg

Fisk­veiðinefnd Evr­ópuþings­ins ætl­ar að ræða mögu­leg­ar viðskiptaþving­an­ir vegna „ein­hliða töku Íslands og Græn­lands á mak­ríl“ á fundi 4. sept­em­ber. Rúss­ar eru hins veg­ar ekki nefnd­ir þótt staða þeirra sé sam­bæri­leg við stöðu Íslands og Græn­lands hvað veiðarn­ar varðar.

„Þeir geta lokað höfn­um fyr­ir okk­ur og reynt að loka mörkuðum og eitt­hvað fleira,“ seg­ir  Kristján Freyr Helga­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands um deili­stofna strand­ríkja við N-Atlants­haf, í um­fjöll­un um­mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann sagði að ís­lensk stjórn­völd hefðu haft sam­band við Evr­ópuþingið í síðustu viku og boðið Chris Davies, bresk­um for­manni fisk­veiðinefnd­ar­inn­ar, og öðrum áhuga­söm­um nefnd­ar­mönn­um að koma hingað og heyra okk­ar hlið. Chris Davies hef­ur verið harðorður í garð Íslend­inga og Græn­lend­inga vegna mak­ríl­veiða þeirra. Kristján kvaðst bíða eft­ir því að heyra hvort boðið verður þegið.

Hann sagði að ESB hefði verið óánægt með ákv­arðanir Íslend­inga, Græn­lend­inga og Rússa um kvóta­aukn­ingu. Ísland fékk bréf frá fram­kvæmda­stjórn ESB þar sem lýst var mikl­um von­brigðum með ákvörðun­ina. ESB kvaðst vera að fara yfir mál­in og skoða yrði hvort beitt yrði reglu­gerð um viðskiptaþving­an­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: