Skora á ráðherra að lengja tímabilið

Frá Höfn í Hornafirði, heimabyggð Hrollaugs.
Frá Höfn í Hornafirði, heimabyggð Hrollaugs. mbl.is/Ómar Óskarsson

Smá­báta­fé­lagið Hrol­laug­ur á Höfn skor­ar á Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að leyfa strand­veiðar fram í sept­em­ber, eða þar til því heild­arafla­marki sem út­hlutað var til strand­veiða verði náð.

Þetta kem­ur fram á vef fé­lags­ins. Þar seg­ir að gæft­ir hafi verið mis­jafn­ar í kring­um landið í sum­ar og gengi svæða mis­jafnt vegna veðra og vinda, auk mis­mun­andi fisk­gengd­ar eft­ir svæðum.

„Þess vegna ligg­ur fyr­ir að eitt­hvað mun standa eft­ir af áætluðu afla­marki til strand­veiða fyr­ir sum­arið 2019,“ seg­ir í áskor­un­inni. Hver dag­ur sem hægt sé að róa til strand­veiða sé strand­veiðiút­gerðum og byggðum lands­ins mik­il­væg­ur.

Að óbreyttu lýk­ur tíma­bili strand­veiða nú í lok mánaðar. 

„Lengd veiðitíma­bils­ins er sett í lög og því þarf að byrja á að breyta lög­um eigi eitt­hvað annað að breyt­ast. Og það er ekki gert í einni svip­an. En þetta verður end­ur­skoðað á næsta ári, ekki síst í ljósi þess að nú er það að ger­ast tvö ár í röð að við náum ekki að nýta þær heim­ild­ir sem okk­ur eru fengn­ar,“ sagði Axel Helga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, við 200 míl­ur í júlí.

mbl.is