Verið hótað refsiaðgerðum áður

Lítið hefur farið fyrir makríldeilunni síðustu árin en hún var …
Lítið hefur farið fyrir makríldeilunni síðustu árin en hún var um árabil í sviðsljósinu eftir að makríll fór að ganga í miklum mæli inn í íslensku efnahagslögsöguna. mbl.is/Árni Sæberg

„Sam­starf er nauðsyn­legt ef stýra á veiðum úr deili­stofn­um á sjálf­bær­an hátt. Fram­ganga Íslands ein­kenn­ist af græðgi og ábyrgðarleysi. Þetta er ekki fram­ganga vinaþjóðar svo ekki sé talað um þjóðar sem er hluti af Evr­ópska efna­hags­svæðinu.“

Þetta er haft eft­ir Chris Davies, þing­manni Frjáls­lyndra demó­krata í Bretlandi á þingi Evr­ópu­sam­bands­ins og for­manni sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar þings­ins, á frétta­vef breska dag­blaðsins The Shet­land Times vegna deilu sam­bands­ins við Ísland um mak­ríl­veiðar í norðaust­ur­hluta Atlants­hafs­ins sem staðið hef­ur yfir um ára­bil. Lét Davies um­mæl­in falla á ný­verið eft­ir fund með for­ystu­mönn­um sjó­manna á Hjalt­lands­eyj­um.

Lítið hef­ur farið fyr­ir mak­ríl­deil­unni síðustu árin en hún var um ára­bil í sviðsljós­inu eft­ir að mak­ríll fór að ganga í mikl­um mæli inn í ís­lensku efna­hagslög­sög­una. Tóku ís­lensk stjórn­völd ákvörðun um að gefa út heim­ild til þess að veiða mak­ríl­inn sem var illa tekið af Evr­ópu­sam­band­inu sem og stjórn­völd­um í Bretlandi og á Írlandi.

Til­raun­ir til þess að semja um veiðar í mak­ríl­stofn­in­um runnu ít­rekað út í sand­inn, en Evr­ópu­sam­bandið taldi Íslend­inga í raun ekki eiga neinn rétt á veiðum úr stofn­in­um. Íslensk stjórn­völd sögðu á móti að stofn­inn gengi nú inn í ís­lensku lög­sög­una og því eðli­legt að veiða hann. Þá æti hann fæðu frá öðrum stofn­um í lög­sög­unni.

Refsiaðgerðum var hótað af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins á ár­un­um 2012-2013 und­ir þrýst­ingi frá hags­munaaðilum, einkum í Skotlandi og á Írlandi, en til þeirra kom hins veg­ar ekki. Davies hef­ur nú kallað á ný eft­ir því að gripið verði til viðskiptaþving­ana gagn­vart Íslandi í kjöl­far þess að ís­lensk stjórn­völd gáfu út mak­ríl­kvóta.

Davies mun funda með fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins 4. sept­em­ber eins og mbl.is greindi frá um helg­ina þar em hann hyggst krefjast þess að gripið verði til viðskiptaþving­ana gegn Íslandi. Sjó­menn á Hjalt­lands­eyj­um hafa fagnað fram­göngu þing­manns­ins í mál­inu að því er seg­ir í frétt The Shet­land Times.

mbl.is