Fyrirsætan Bella Hadid mætti í stuttum kjól með beran magann á MTV verðlaunin í gær. Kjólinn sem var í ljósum lit, var efnislítill, en fór fallega með nýja ljósa hárlitnum sem hún er að sýna í fyrsta skiptið á rauða dreglinum. Hún bar hárið í háu tagli sem er greinilega það sem koma skal fyrir veturinn. Hadid systirin var með Jimmy Choo tösku og í húðlituðum skóm við.
Bella Hadid mætti með systur sinni Gigi Hadid á verðlaunahátíðina sem virðist snúast meira um að vera skapandi í klæðaburði en einungis tónlistina. Systurnar voru klæddar í stíl og má segja að þær hafi verið frekar lágstemmdar í klæðaburði miðað við aðra gesti sem voru með allskonar litað hár og í djörfum fatnaði.