Óréttmætt og óboðlegt

Fullur poki af makríl í veiðiferð togarans Vigra.
Fullur poki af makríl í veiðiferð togarans Vigra. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra tel­ur ólík­legt að fisk­veiðinefnd Evr­ópuþings­ins grípi til viðskiptaþving­ana gegn Íslandi og Græn­landi vegna mak­ríl­veiða. Hann seg­ir það ekki í hönd­um ein­stakra þing­manna Evr­ópuþings­ins að hóta slíku.

Nær lagi væri að Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar og Evr­ópu­sam­bandið breyttu um aðferðir og byðu Íslend­ing­um að taka þátt í ákvörðunum um út­hlut­un. „Það er með öllu órétt­mætt og ég læt ekki bjóða okk­ur Íslend­ing­um það að gerð sé krafa á eitt ríki að draga ein­hliða úr veiðum á sam­eig­in­leg­um veiðistofni,“ seg­ir Kristján í um­fjöll­un um mak­ríl­veiðarn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Chris Davies, formaður fisk­veiðinefnd­ar Evr­ópuþings­ins, seg­ist von­ast til að hitta full­trúa ís­lenskra stjórn­valda áður en fisk­veiðinefnd­in ræðir mögu­leg­ar viðskiptaþving­an­ir.

Hann var spurður af hverju hót­an­ir um viðskiptaþving­an­ir beind­ust ein­göngu að Íslend­ing­um og Græn­lend­ing­um en ekki Rúss­um: „Þótt Ísland sé sjálf­stætt strand­ríki er það einnig aðili að EES og sann­ast sagna myndi ég von­ast eft­ir betra og nán­ara sam­bandi milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Íslands en vænta mætti við Rúss­land. Mér er sagt að Ísland selji fisk til Rúss­lands á meðan ESB held­ur uppi refsiaðgerðum til að mót­mæla ólög­mætri inn­limun á hluta af öðru landi. Það er auðvitað Íslands að móta sína stefnu og að lík­ind­um mun það selja viðbót­armakríl­inn sem áætlað er að veiða með sama hætti.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: