Engir burðarpokar án endurgjalds

Nokkrar íslenskar verslanir hafa þegar hætt notkun burðarplastpoka.
Nokkrar íslenskar verslanir hafa þegar hætt notkun burðarplastpoka. mbl.is/Golli

Frá og með sunnudeginum 1. september er verslunum og þjónustuaðilum óheimilt að afenda burðarpoka án endurgjalds og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun.

Er þetta fyrsta skrefið af tveimur í banni við burðarplastpokum, en frá 1. janúar 2021 verður með öllu óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti og skiptir þar ekki máli hvort það er með eða án endurgjalds.

Nokkrar íslenskar verslanir hafa þegar hætt notkun burðarplastpoka, svo sem Krónan, Hagkaup og Bónus, og nota þess í stað lífniðurbrjótanlega burðarpoka.

Burðarplastpokar hafa þegar verið bannaðir í fjölda annarra ríkja, svo sem Ítalíu,  Frakklandi, Indlandi, Kenía, Makedóníu, Kína, Bangladess, Máritaníu, Úganda og Madagaskar.

Nánar er hægt að lesa sér til um burðarplastpokabannið á vef Umhverfisráðuneytisins.

mbl.is