Óveður og öldugangur seinka komu Thunberg

Greta Thunberg, 16 ára sænskur umhverfisaðgerðasinni, hefur ferðast með kappsiglingarskútunni …
Greta Thunberg, 16 ára sænskur umhverfisaðgerðasinni, hefur ferðast með kappsiglingarskútunni Malizia II yfir Atlantshafið síðustu tvær vikurnar. Hún mun að öllum líkindum koma til hafnar í New York í dag. Ljósmynd/Twitter

Sænski aðgerðasinn­inn Greta Thun­berg sér loks til lands eft­ir 14 daga velt­ing í Atlants­haf­inu.  Óveður og öldu­gang­ur hafa seinkað komu Thun­berg til New York, sem áætluð var í gær. Í nótt birti hún mynd á Twitter þar sem sést glitta í ljósið á Man­hatt­an. Thun­berg og áhöfn­in koma því til hafn­ar síðar í dag en í síðasta lagi á morg­un. 

„Þetta fer svo­lítið eft­ir vind­hraða,“ seg­ir einn úr áhöfn­inni í sam­tali við AFP. 

„Land!!“ skrif­ar Thun­berg við mynd á Twitter þar sem sést glitta í ljós­in á Long Is­land og New York og gleðin er ósvik­in. Í gær­kvöldi birti hún einnig mynd af sér þar sem hún tók fram að síðasta kvöldið á kapp­sigl­ing­ar­skút­unni Malizia II væri upp runnið. 

Thun­berg ávarp­ar ráðstefnu­gesti lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna 23. sept­em­ber. Hún flýg­ur ekki vegna loft­meng­un­ar og þegar henni bauðst far með um­hverf­i­s­vænu kapp­sigl­ing­ar­skút­unni var hún fljót að grípa tæki­færið. Hvernig Thun­berg kemst svo aft­ur heim til Svíþjóðar á enn eft­ir að koma í ljós, en hún seg­ist sjálf ekki vita hvernig hún ætl­ar að fara heim.

mbl.is