Sagði Guðlaug Þór haldinn þráhyggju

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Hari

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, tók­ust á um meinta þrá­hyggju þess fyrr­nefnda gagn­vart Sig­mundi Davíð í tengsl­um við umræðuna um þriðja orkupakk­ann.

Guðlaug­ur Þór vitnaði í ræðu sinni á Alþingi í þings­álykt­un­ar­til­lögu um málið sem var lögð fram í mál­inu fyr­ir fimm mánuðum og sagði í fram­hald­inu að samþykkt máls­ins væri í fullu sam­ræmi við stjórn­ar­skrána.

Sig­mund­ur Davíð sagði Guðlaug Þór hafa hraðlesið gaml­an emb­ætt­is­manna­texta og hefði ekk­ert nýtt fram að færa. Spurði hann Guðlaug hvaða kosti hann sjái við það að inn­leiða þriðja orkupakk­ann.

Guðlaug­ur Þór steig í fram­hald­inu í pontu og sagðist vona að Sig­mund­ur Davíð væri maður að meiri og geng­ist við því að hann hefði á sín­um tíma lýst yfir áhuga á að leggja sæ­streng á milli Íslands og Bret­lands. Það hafi hann gert á fundi sín­um með Dav­id Ca­meron, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hér á landi.

Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son á Alþingi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sig­mund­ur Davíð veitti aft­ur andsvar og talaði um þrá­hyggju ut­an­rík­is­ráðherra í sinn garð og krafðist aft­ur svara frá hon­um um hvers vegna hann vilji inn­leiða orkupakk­ann.

„Þar kom að því. Ég er kom­inn í hóp meiri­hluta þjóðar­inn­ar sem er með þrá­hyggju fyr­ir Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, að hans mati,” svaraði Guðlaug­ur Þór.

„Að sjálf­sögðu,” hrópaði Sig­mund­ur þá úr saln­um.

Guðlaug­ur Þór hélt áfram og sagði allt ganga út á Sig­mund Davíð. „Við get­um ekki hugsað um annað en þig.“

mbl.is