Brim hagnaðist um 1,5 milljarða

Guðmundur Kristjánsson, forstjóriBrims hf.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóriBrims hf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður Brims hf., áður HB Granda hf., á öðrum árs­fjórðungi var 6,8 millj­ón­ir evra, sam­an­borið við 3,9 millj­ón­ir evra á á fyrsta árs­fjórðungi. Hagnaður fy­ritæk­is­ins á fyrri helm­ing árs­ins er því 10,7 millj­ón­ir evra, eða sem nem­ur tæp­um 1,5 millj­örðum króna. 

Rekstr­ar­tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins á fyrri helm­ingi árs 2019 námu 110,1 millj­ón evra, eða sem nem­ur tæp­um 15,2 millj­örðum króna, sam­an­borið við 100 millj­ón­ir evra árið áður. EBITDA var 23,2 millj­ón­ir evra eða 21,1% af rekstr­ar­tekj­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Brim hf.

Á öðrum árs­fjórðungi námu rekstr­ar­tekj­ur sam­stæðunn­ar 52,1 millj­ón evra og EBITDA nam 13,5 millj­ón­um evra.

„Á réttri leið“

„Af­kom­an á fyrri hluta árs­ins bend­ir til þess að við séum á réttri leið. Með kaup­un­um á Ögur­vík á síðasta ári fjár­fest­um við í aukn­um veiðiheim­ild­um sem meðal ann­ars skila sér nú í bættri af­komu fé­lags­ins. Brim er stórt fé­lag með mikla fjár­muni und­ir og áhætt­an tals­verð vegna ut­anaðkom­andi sveiflna,“ er haft eft­ir Guðmundi Kristjáns­syni, for­stjóra Brims hf., í til­kynn­ingu. Þar seg­ir hann einnig:

„Arðsem­in verður að vera góð til að borga skuld­ir og fjár­festa í nýj­um og full­komn­um fram­leiðslu­tækj­um bæði í landi og úti á sjó. Þá meg­um við held­ur ekki gleyma því að það kost­ar sitt að tryggja okk­ur aðgang að mörkuðum sem greiða gott verð fyr­ir afurðir okk­ar. Það eru víða tæki­færi til að gera bet­ur og ég er sann­færður um að við get­um nýtt okk­ur þau.“

Heild­ar­eign­ir 650 millj­ón­ir evra

Heild­ar­eign­ir fé­lags­ins námu tæp­lega 650 millj­ón­um evra í lok júní 2019, þar af voru fasta­fjár­mun­ir 532,5 millj­ón­ir evra og veltu­fjár­mun­ir 117,4 millj­ón­ir evra.

Eigið fé var 276,2 millj­ón­ir evra og var eig­in­fjár­hlut­fall 42,5% í lok júní. Heild­ar­skuld­ir fé­lags­ins námu 373,7 millj­ón­um evra í júnílok.

Op­inn kynn­ing­ar­fund­ur um af­komu fé­lags­ins á öðrum árs­fjórðungi verður hald­inn föstu­dag­inn 30. ág­úst klukk­an 8:30 í höfuðstöðvum fé­lags­ins að Norðurg­arði 1. Guðmund­ur Kristjáns­son for­stjóri mun kynna upp­gjörið og svara spurn­ing­um.

mbl.is