Flutningur á ökutækjum kínverska hersins yfir landamærin til Hong Kong nú í morgun hefur valdið nokkrum áhyggjum af að herinn muni láta til skara skríða gegn mótmælendum. Gert er ráð fyrir fjölmennum mótmælum í sjálfstjórnarríkinu á laugardag, en mótmælt hefur verið í Hong Kong undanfarna þrjá mánuði.
Guardian segir talsmenn kínverska hersins þó fullyrða að einungis sé um hefðbundna flutninga að ræða, sem hafi lengi staðið til.
Myndir sem kínverska ríkisfréttastofan Xinhua birti sýndu myndir af brynvörðum vögnum og flutningabílum með herflokka, auk þess sem herskip sáust koma til Hong Kong.
Talið er að á milli 8.000 og 10.000 hermenn séu í setuliðinu sem hefur aðsetur beggja vegna landamæranna.