Thunberg mótmælti við höfuðstöðvar SÞ

Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg er stödd í New York þar …
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg er stödd í New York þar sem hún lætur til sín taka í loftslagsmálum. AFP

Sænski aðgerðasinn­inn Greta Thun­berg mót­mælti aðgerðal­eysi stjórn­valda á heimsvísu vegna lofts­lags­breyt­inga ásamt fjölda banda­rískra ung­menna við höfuðstöðvar Sam­einuðu þjóðanna í New York í gær. 

Thun­berg kom til New York í vik­unni en hún mun ávarpa ráðstefnu­gesti lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna 23. sept­em­ber. Thun­berg ferðaðist með seglskútu yfir hafið þar sem hún flýg­ur ekki sök­um loft­meng­un­ar. 

Thun­berg hóf að mót­mæla fyr­ir rúmu ári, fyrst um sinn ein, en hún hef­ur veitt öðrum ung­menn­um drif­kraft sem hafa safn­ast sam­an á föstu­dög­um víða um heim og mót­mælt aðgerðal­eysi stjórn­valda vegna lofts­lags­breyt­inga. Í gær fóru 54. mót­mæl­in fram 

Hundruð banda­rískra ung­menna voru sam­an­kom­in við höfuðstöðvar Sam­einuðu þjóðanna vegna mót­mæl­anna. „Þegar við viss­um að Greta yrði hér gát­um við ekki látið mót­mæl­in fram­hjá okk­ur fara. Hún veit­ir okk­ur inn­blást­ur,“ seg­ir At­ara Saund­ers, 17 ára, sem er bú­sett í Fíla­delfíu en kom til New York vegna Thun­berg. 

Hundruð bandarískra ungmenna tóku þátt í mótmælum Gretu Thunberg gegn …
Hundruð banda­rískra ung­menna tóku þátt í mót­mæl­um Gretu Thun­berg gegn aðgerðarleysi stjórn­valda á heimsvísu vegna lofts­lags­breyt­inga við höfuðstöðvar Sam­einuðu þjóðanna í gær. AFP

Að mót­mæl­un­um lokn­um átti Thun­berg fund með for­seta alls­herj­arþings Sam­einuðu þjóðanna, Mariu Fern­öndu Espin­osa. Talsmaður Espin­osa seg­ir að á fund­in­um hafi Thun­berg farið fram á að gripið verði til aðgerða.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina