Kanna ástand loðnustofnsins

Hafrannsóknarstofnun hefur áhyggjur af ýmsum stofnum, ekki síst loðnunni.
Hafrannsóknarstofnun hefur áhyggjur af ýmsum stofnum, ekki síst loðnunni. mbl.is/Golli

„Það eru ákveðnar teg­und­ir þar sem við höf­um ekki séð al­menni­lega nýliðun í dá­lítið lang­an tíma, og það veit aldrei á gott. Þetta eru djúpkarfi, langlúra, skötu­sel­ur, blá­langa, stór­kjafta, gull­karfi og hlýri. Þorsk­ur­inn er í ágætu standi en ýsan minnk­ar eitt­hvað – þótt hún sveifl­ist vissu­lega alltaf eitt­hvað á milli ára,“ seg­ir Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Hann seg­ir það enn frem­ur ljóst að humar­inn sé í mikl­um vand­ræðum, þar sem ekki hef­ur sést góð nýliðun lengi. „Humar­inn er lang­líf teg­und en nú verðum við að draga veru­lega mikið úr veiðum vegna þessa.“

Óvíst með loðnuna

Þá tel­ur Sig­urður mikla óvissu tengj­ast loðnunni og voru ekki gefn­ar út afla­heim­ild­ir í loðnu á liðnu fisk­veiðiári því ár­gang­ur­inn sem kom til Íslands að hrygna var lít­ill. Loðnan er ólík þorsk­in­um að því leyti að sá fisk­ur sem ekki er veidd­ur á til­teknu ári bæt­ist ekki við veiði næsta árs, þar sem hún deyr eft­ir hrygn­ingu. „Þú verður að grípa loðnuna þegar hún kem­ur því hún er svo skamm­líf. Góðu frétt­irn­ar eru að sam­kvæmt mæl­ing­um hef­ur þokka­leg hrygn­ing náðst í vor.“

„Ung­loðna svo­kölluð – sem á eft­ir eitt ár til hrygn­ing­ar – hún mæld­ist til­tölu­lega lé­leg og við erum því ekki alltof vongóð um kom­andi vertíð. En okk­ur hef­ur nú gengið illa að mæla þetta síðustu tíu árin eða svo.“ Far­inn verður leiðang­ur með haf­rann­sókna­skip­inu Árna Friðriks­syni í lok sept­em­ber til að kanna ástand loðnu­stofns­ins. Er þá haldið í norðvest­ur í átt að Græn­landi. „Þá verða ein­hverj­ar frétt­ir.“

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.
Rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son. mbl.is/Þ​or­geir

Um­hverfið hafi mik­il áhrif

Þorsk­ur­inn er í ágætu standi og hef­ur sjald­an verið betri. End­ur­skoðun á afla­reglu í þorski er að hefjast og mun ráðuneytið stýra þeirri vinnu að sögn Sig­urðar. „Þá eru líka tekn­ar inn efna­hags­for­send­ur og annað – ekki bara hvað er fiski­fræðilega gott að gera held­ur líka hvað er efna­hags­lega mik­il­vægt.“ Sú regla sem út úr því kem­ur mun fara í rýni hjá alþjóðahaf­rann­sókn­aráðinu.

Sjór­inn í kring­um Ísland er óvenju hlýr og hef­ur verið það und­an­far­inn ára­tug. „Þetta er hlýrri sjór en mælst hef­ur við landið nokk­urn tíma. Þess­ar breyt­ing­ar skýra kannski af hverju við feng­um mak­ríl inn í lög­sög­una, af hverju loðnan er í vand­ræðum, af hverju ýsa er kom­in hring­inn í kring­um landið í miklu magni, af hverju skötu­sel­ur dreif­ir úr sér og hugs­an­lega af hverju humar­inn er í vand­ræðum. Allt er þetta breyt­ing­um und­ir­orpið og þess­ar teg­und­ir hljóta að vera að svara breyt­ing­um í um­hverf­inu. Um­hverfið hef­ur heil­mikið að segja.“

Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.
Sig­urður Guðjóns­son for­stjóri Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is