Ofurkraftar fylgja sérstöðunni

Great Thunberg.
Great Thunberg. AFP

Greta Thun­berg seg­ir að það að vera með Asp­er­ger-heil­kennið geri hana öðru­vísi en um leið líti hún svo á að það veiti henni of­urkrafta. Thun­berg er 16 ára göm­ul sænsk stúlka og hef­ur vakið heims­at­hygli fyr­ir bar­áttu sína í lofts­lags­mál­um. Hún er með Asp­ger­ger og eru ýms­ir þeir sem gagn­rýna hana dug­leg­ir að benda á það.

Thun­berg fjall­ar um þess­ar gagn­rýn­isradd­ir á Twitter og bend­ir á að áður en hún byrjaði á her­ferð sinni gegn hlýn­un jarðar hafi hún verið orku­laus, ekki átt vini og ekki talað við neinn. „Ég sat bara ein heima og var með átrösk­un.“

Frétt Guar­di­an

Thun­berg seg­ir að ástæðan fyr­ir því að hún hafi ekki talað mikið um það að vera á ein­hverfurófi snú­ist ekki um að vilja fela það held­ur sé al­gengt meðal fá­fróðra ein­stak­linga að líta á ein­hverfu sem veik­indi eða eitt­hvað nei­kvætt. „Þegar þeir sem hata þig beina spjót­um að út­liti þínu og sér­kenn­um þýðir það að þeir eru rökþrota. Og þegar svo er komið veistu að það ert þú sem ert sig­ur­veg­ar­inn,“ skrif­arThun­berg og set­ur myllu­merkið #aspiepower við.

AFP

Þótt grein­ing­in hafi tak­markað hana áður og gert hana aðeins öðru­vísi en þetta hefðbundna þá líti hún á sér­stöðu sína sem of­urkrafta. Fjög­ur ár eru síðan Thun­berg fékk grein­ing­una. Í júlí varð hún skot­spónn dálka­höf­und­ar Austr­ali­an News Corp, Andrews Bolts, sem skrifaði harka­leg­an pist­il þar sem hann gerði grín að grein­ing­unni og gagn­rýndi hana harka­lega meðal ann­ars með því að segja hana bilaða. Hún svaraði hon­um á Twitter og sagðist vera að bil­ast yfir hatr­inu og sam­særis­kenn­ing­um þeirra sem af­neituðu lofts­lags­breyt­in­um. Mönn­um eins og Bolt.  

„Asp­er­ger-heil­kenni er gagn­tæk trufl­un á þroska (e. pervasi­ve develop­mental disor­ders eða PDD), sem flokk­ast með ein­hverfu. Meg­in­ein­kenni þess­ar­ar trufl­un­ar koma í ljós snemma í bernsku og hald­ast síðan óbreytt, þótt aðlög­un og stig raun­veru­legr­ar fötl­un­ar séu breyti­leg.

Trufl­un­in grein­ist sjaldn­ast fyrr en við þriggja ára ald­ur eða síðar og virðast börn­in þrosk­ast eðli­lega sem ung­börn. Þau eru gjarn­an tal­in meðfæri­leg og sjálf­um sér nóg. Þegar bet­ur er að gáð er þó ým­is­legt sem bend­ir snemma til þess að eitt­hvað sé að, til dæm­is hjala þau lítið, rétta ekki fram hend­ur til að láta taka sig upp og virðist oft standa á sama þótt for­eldr­ar þeirra séu ekki ná­læg­ir. Ein­kenn­in eru mörg hin sömu og í ein­hverfu en taka til færri hegðunarþátta og eru sjald­an eins sterk. Ólíkt flest­um ein­hverf­um hafa ein­stak­ling­ar með Asp­er­ger-heil­kenni í flest­um til­fell­um ekki al­var­lega skert­an mál- og vits­munaþroska. Talið er að allt að 5-7 af hverj­um 1.000 séu með Asp­er­ger-heil­kenni og að það sé 5-10 sinn­um al­geng­ara hjá drengj­um en stúlk­um,“ seg­ir á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands. Þeir sem vilja lesa enn frek­ar geta smellt hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina