Þúsundir framhalds- og háskólanema mættu ekki í skólann í dag í Hong Kong, á fyrsta skóladegi vetrarins.
Að sögn skipuleggjenda mótmæla í borgríkinu vantaði 10 þúsund nemendur í 200 skólum í dag. Mótmælendur hvetja almenning til að taka þátt í tveggja daga verkstöðvun en undanfarna mánuði hafa þúsundir tekið þátt í lýðræðismótmælum í Hong Kong.