„Það er aldrei hlustað á okkur“

00:00
00:00

„Hlusta? Það er aldrei hlustað á okk­ur. Það er vanda­málið,“ seg­ir Sig­urður Har­alds­son, sem sótti mót­mæli Ork­unn­ar okk­ar á Aust­ur­velli í há­deg­inu og lét mikið á sér bera. Hann var með gjall­ar­horn, sem lög­regl­an er búin að hirða af hon­um einu sinni það sem af er degi, og beindi sír­enu­væli og slag­orðum inn um inn­gang Alþing­is eins og sjá má á mynd­skeiðinu hér að ofan.

Á að giska 60-70 manns komu sam­an á Aust­ur­velli til mót­mæla í há­deg­inu. Sig­urður seg­ir að bar­áttu Ork­unn­ar okk­ar sé ekki lokið. „Það er verið að stela auðlind­um. Það er ekki spurn­ing að stór­ir aðilar í þjóðfé­lag­inu ráða hér al­gjör­lega öllu,“ sagði Sig­urður við blaðamann.

Hann seg­ist hafa komið víða við í póli­tík­inni, staldrað stutt við í Pír­öt­um og sömu­leiðis verið rek­inn úr Flokki fólks­ins. „Sá flokk­ur er ekki svarið,“ seg­ir Sig­urður. Hann seg­ir fólk þurfa að sam­ein­ast á ann­an hátt en í starfi stjórn­mála­flokka og að lýðræðið á Íslandi virki ekki.

„Flokka­kerfið er það sem á okk­ur, en ekki lýðræðið. Flokka­kerfið virk­ar þannig að stóru flokk­arn­ir taka litlu flokk­ana og stjórna þeim al­gjör­lega. Ef ein­hver ætl­ar sér að breyta ein­hverju, þá er hann bara sett­ur út í horn. Það eru mörg dæmi um þetta; Frosti Sig­ur­jóns­son, Lilja Móses­dótt­ir, Birgitta Jóns­dótt­ir,“ seg­ir Sig­urður.  

Á að giska 60-70 manns komu saman á Austurvelli til …
Á að giska 60-70 manns komu sam­an á Aust­ur­velli til mót­mæla í há­deg­inu. Sig­urður Har­alds­son, gul­kld­d­ur fyr­ir miðju, lét mikið á sér bera. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Tel­ur Ásmund Friðriks­son í at­kvæðal­eit

Orkupakk­inn var samþykkt­ur núna fyr­ir há­degi með 46 at­kvæðum gegn 13. Einn þingmaður rík­is­stjórn­ar­flokk­anna greiddi at­kvæði gegn mál­inu, en það var Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks í Suður­kjör­dæmi. Sig­urður seg­ist ef­ast um að hann sé heill í and­stöðu sinni við orkupakk­ann.

„Það eru þarna ör­fá­ir sem standa með okk­ur virki­lega, en hins veg­ar eru líka ein­hverj­ir þarna sem eru að kaupa sér at­kvæði, eins og Ásmund­ur Friðriks­son,“ seg­ir Sig­urður. Hann seg­ir að Ásmund­ur hafi sýnt and­stæðing­um orkupakk­ans bæði vand­læt­ingu og hroka.

„Það er marg­búið að sýna sig að þessi maður vinn­ur ekki með okk­ur,“ seg­ir Sig­urður.

mbl.is