Hægði á undirskriftasöfnuninni eftir ummæli Bjarna

Undirskriftasöfnun til að knýja fram kosningu um þriðja orkupakkann innan …
Undirskriftasöfnun til að knýja fram kosningu um þriðja orkupakkann innan Sjálfstæðisflokksins var sjálfhætt eftir að Alþingi samþykkti orkupakkann. mbl.is/Arnþór

Und­ir­skrifta­söfn­un til að knýja fram kosn­ingu um þriðja orkupakk­ann inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins var sjálf­hætt eft­ir að Alþingi samþykkti orkupakk­ann. Veru­lega hafði þó hægt á und­ir­skrif­a­söfn­un­inni eft­ir að Bjarni Bene­dikts­son formaður flokks­ins lýsti því yfir að kosn­ing um slíkt myndi engu breyta.

Þetta seg­ir Jón Kári Jóns­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Hlíða- og Holta­hverfi, í frétta­til­kynn­ingu sem hann sendi frá sér í kvöld um und­ir­skrifta­söfn­un sem efnt var til á vefn­um xd5000.is.

Yf­ir­lýs­ing­in í heild sinni er birt hér að neðan:

„Þann 6. ág­úst sl. hratt ég af stað und­ir­skrifta­söfn­un meðal flokks­bund­inna sjálf­stæðismanna og var ætl­un­in að safna 5.000 und­ir­skrift­um og knýja fram kosn­ingu inn­an flokks­ins um þriðja orkupakk­ann. Í gær var pakk­inn samþykkt­ur á Alþingi og er und­ir­skrifta­söfn­un­inni því sjálf­hætt. Söfn­un­in fór gríðarlega vel af stað, en þegar formaður flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, lýsti því yfir við fjöl­miðla fjór­um dög­um eft­ir að söfn­un­in hófst að viðhorf flokks­manna myndu engu breyta um stefnu þing­flokks­ins í mál­inu þá hægði mjög á söfn­un­inni. Eft­ir stend­ur þó sú staðreynd að vel á þriðja þúsund und­ir­skrift­ir söfnuðust og má til sam­an­b­urðar geta þess að á Lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæta að jafnaði um 1.300-1.400 manns.“

Und­ir frétta­til­kynn­ing­una skrifa svo þeir Jón Kári Jóns­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Hlíða- og Holta­hverfi, Pjet­ur Stef­áns­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Bakka- og Stekkj­a­hverfi, Er­lend­ur Borgþórs­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Smá­í­búða- og Foss­vogs­hverfi,  Guðmund­ur Gunn­ar Þórðar­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Selja­hverfi, Birg­ir Stein­gríms­son, vara­formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Háa­leitis­hverfi, og Haf­steinn Núma­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna á Kjal­ar­nesi.

mbl.is