Umhverfisráðherra stýrir umræðu um Eyðimerkursamninginn

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun stýra hringborðsumræðu.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun stýra hringborðsumræðu. mbl.is/Eggert

Aðild­ar­ríkjaþing samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um varn­ir gegn eyðimerk­ur­mynd­un (UNDCCD) var sett í Nýju-Delí í gær. Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, verður viðstadd­ur ráðherra­hluta þings­ins í næstu viku.

Loft­lags­mál verða fyr­ir­ferðar­mik­il á þing­inu og þær lausn­ir sem fel­ast í bættri land­nýt­ingu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vefsvæði Stjórn­ar­ráðs Íslands.

Eyðimerk­ur­samn­ing­ur­inn, eins og hann er oft nefnd­ur hér á landi, er einn af þrem­ur samn­ing­um Sam­einuðu þjóðanna um um­hverf­is­mál. Hinir eru ramma­samn­ing­ar um aðgerðir til að draga úr loft­lags­breyt­ing­um og samn­ing­ur um vernd­un líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni.

Ísland er aðili að öll­um þrem­ur samn­ing­um.

Aukið þanþol vist­kerfa dreg­ur úr áhrif­um nátt­úru­ham­fara

Á þing­inu verður lögð áhersla á mik­il­vægi þess að þróaðar verði leiðir til að tak­ast á við land­hnign­un. Aukið þanþol vist­kerfa er afar mik­il­vægt til að draga úr áhrif­um nátt­úru­ham­fara eins og flóða og skriðufalla, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Þá hef­ur land og nýt­ing þess veru­leg áhrif á aðra um­hverf­isþætti, s.s. lofts­lagið. Þannig veld­ur hnign­un jarðvegs vegna ósjálf­bærr­ar nýt­ing­ar því að gróður­húsaloft­teg­und­ir losna í mikl­um mæli út í and­rúms­loftið á meðan sjálf­bær land­nýt­ing og end­ur­heimt vist­kerfa leiðir til upp­söfn­un­ar kol­efn­is í jarðvegi.“

Bú­ist er við að yfir 3.000 full­trú­ar víðs veg­ar úr heim­in­um sæki aðild­ar­ríkjaþingið sem er 14. þing samn­ings­ins (COP14). Von er á ráðherr­um frá 196 þjóðríkj­um.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, mun m.a. stýra hring­borðsum­ræðum um tengsl lands, lofts­lags og orku og ásamt full­trúa Namib­íu stýra fundi svo­kallaðs vina­hóps (e. Group of friends) 23 ríkja sem eiga í sam­starfi um aðgerðir vegna þurrka, land­hnign­un­ar og eyðimerk­ur­mynd­un­ar.

Frá setningu aðilarríkjaþings Samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun.
Frá setn­ingu aðilar­ríkjaþings Samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um varn­ir gegn eyðimerk­ur­mynd­un. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Þing­inu lýk­ur 14. sept­em­ber. Fylgj­ast má með fram­vindu þess á vef samn­ings­ins og jafn­framt má fylgj­ast með vefút­send­ingu frá fund­um.

mbl.is