Selja brauð úr gömlum símaklefa

Eiríkur segir símaklefann henta mjög vel fyrir sjálfsafgreiðslu á brauði.
Eiríkur segir símaklefann henta mjög vel fyrir sjálfsafgreiðslu á brauði. Ljósmynd(Nesbrauð

„Bæj­ar­bú­ar eru mjög ánægðir. Þeir sem ekki kom­ast í baka­ríið á af­greiðslu­tíma fá þó nýtt brauð. Það er bara frá­bært að geta þjón­ustað þá eft­ir lok­un,“ seg­ir Ei­rík­ur Helga­son, eig­andi baka­rís­ins Nes­brauðs í Stykk­is­hólmi.

Brauðklefi Nes­brauðs var form­lega tek­inn í notk­un 1. sept­em­ber, en þar eru af­gang­ar sett­ir eft­ir lok­un og viðskipta­vin­ir geta þar af­greitt sig sjálf­ir.

„Við erum búin að prófa þetta í tvö ár, að setja brauð út í köss­um og láta fólk af­greiða sig sjálft. Það er bara und­an­tekn­ing ef það skil­ar sér ekki allt sem við setj­um út, ég man eft­ir einu dæmi á tveim­ur árum þar sem fólk hef­ur gleymt að borga.“

Hug­mynd­in er að sporna gegn mat­ar­sóun. „Af­gang­arn­ir okk­ar hafa nú farið ým­ist í dval­ar­heim­ilið í Grund­arf­irði eða Stykk­is­hólmi en þeir taka ekki enda­laust við. Þá hef­ur þetta verið að fara í skepn­ur líka, við erum að reyna að henda sem minnstu.“

Allt á 500 krón­ur

Það var eig­in­kona Ei­ríks, Unn­ur María Rafns­dótt­ir, sem átti hug­mynd­ina. „Hún fékk upp í hend­urn­ar þenn­an síma­klefa hjá vini sín­um sem hafði hirt hann þegar átti að henda hon­um á sín­um tíma. Hann hent­ar mjög vel í þetta.“

Allt brauð og bakk­elsi í síma­klef­an­um kost­ar 500 krón­ur og get­ur fólk bæði borgað með pen­ing­um og milli­fært. „Þetta er allt á sama verði, 500 krón­ur. Brauðin eru frá 620 og upp í 800, dýr­ustu súr­deigs­brauðin, en við sett­um bara 500 krón­ur á þetta allt og svo eru kannski fjög­ur, fimm vín­ar­brauð í poka og eitt­hvað svona svo fólk er að fá tölu­verðan af­slátt.“

mbl.is