Áhrifavaldurinn Camilla Rut er stödd á Krít um þessar mundir. Camilla er í fjölskylduferð með eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan dvelur á fimm stjörnu hótelinu Euphoria Resort sem er í borginni Chania á Krít. Þau flugu frá Íslandi til Kaupmannahafnar og svo frá Kaupmannahöfn til Chania.
Hótelið er einstaklega fallegt og virðist fara vel um fjölskylduna. Camilla segir á Instagram í dag að þau hafi bókað dvölina í gegnum vefsíðu hótelsins. Henni var bent á að hafa samband sérstaklega við hótelið og óska eftir lægsta mögulega verðinu. Þannig segist hún hafa sparað þeim hjónum 70 þúsund krónur.
View this post on InstagramA post shared by Euphoria Resort (@euphoria_resort) on Jun 5, 2019 at 6:43am PDT
View this post on InstagramA post shared by Euphoria Resort (@euphoria_resort) on Mar 10, 2019 at 7:00am PDT
View this post on InstagramA post shared by Euphoria Resort (@euphoria_resort) on Jan 26, 2019 at 1:02am PST