Camilla á fimm stjörnu hóteli á Krít

Camilla hefur það gott á Krít.
Camilla hefur það gott á Krít. skjáskot/Instagram

Áhrifa­vald­ur­inn Camilla Rut er stödd á Krít um þess­ar mund­ir. Camilla er í fjöl­skyldu­ferð með eig­in­manni sín­um og syni. Fjöl­skyld­an dvel­ur á fimm stjörnu hót­el­inu Eup­horia Resort sem er í borg­inni Chania á Krít. Þau flugu frá Íslandi til Kaup­manna­hafn­ar og svo frá Kaup­manna­höfn til Chania. 

Hót­elið er ein­stak­lega fal­legt og virðist fara vel um fjöl­skyld­una. Camilla seg­ir á In­sta­gram í dag að þau hafi bókað dvöl­ina í gegn­um vefsíðu hót­els­ins. Henni var bent á að hafa sam­band sér­stak­lega við hót­elið og óska eft­ir lægsta mögu­lega verðinu. Þannig seg­ist hún hafa sparað þeim hjón­um 70 þúsund krón­ur. 

Sundlaugargarðurinn við hótelið er nokkuð veglegur.
Sund­laug­arg­arður­inn við hót­elið er nokkuð veg­leg­ur. skjá­skot/​Eup­horia Resort
skjá­skot/​In­sta­gram






mbl.is