Pútín gangsetti íslenskan tæknibúnað

Afkastageta uppsjávarverksmiðju útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Gidrostroy í Rússlandi er 900 …
Afkastageta uppsjávarverksmiðju útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Gidrostroy í Rússlandi er 900 tonn á sólarhring, en tæknibúnaðurinn er frá þremur íslenskum fyrirtækjum. Ljósmynd/Skaginn 3X

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, ræsti upp­sjáv­ar­verk­smiðju fyr­ir rúss­neska út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tækið Gi­drostroy á Ea­stern Economic For­um-ráðstefn­unni í Vla­di­vostok í gær.

Íslensku tæknifyr­ir­tæk­in Skag­inn 3X, Frost og Raf­eyri hafa sett upp tækni­búnað í verk­smiðjunni, sem staðsett er á Shi­kot­an-eyju við aust­ur­strönd Rúss­lands, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Skag­an­um 3X.

Vladimir Putin, forseti Rússlands, á ráðstefnunni Eastern Economic Forum.
Vla­dimir Put­in, for­seti Rúss­lands, á ráðstefn­unni Ea­stern Economic For­um. AFP

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að fyr­ir­tæk­in hafi und­ir­ritað samn­ing um upp­setn­ing­una á síðasta ári og að virði samn­ings­ins hlaupi á millj­örðum ís­lenskra króna. Jafn­framt er bent á að verk­smiðjan sem um ræðir „er búin heild­ar­lausn­um frá fyr­ir­tækj­un­um þrem­ur til að flokka, pakka og frysta 900 tonn af upp­sjáv­ar­fiski á sól­ar­hring“.

Þekk­ing á vinnslu upp­sjáv­ar­fisks

„Við hjá Skag­an­um 3X erum ein­stak­lega stolt af verk­smiðjunni og þakk­lát fyr­ir tæki­færið til þess að taka þátt í nú­tíma­væðingu rúss­neska sjáv­ar­út­vegs­ins,“ er haft eft­ir Pétri Jakobi Pét­urs­syni, sölu­stjóra Skag­ans 3X í Rússlandi.

„Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er sjálf­bær og einn sá tækni­vædd­asti í ver­öld­inni. Okk­ur hef­ur tek­ist að ein­blína á gæði vör­unn­ar og þar af leiðandi fengið hærra verð fyr­ir minni heild­arafla. Tækni og sjálf­virkni hef­ur spilað stórt hlut­verk og stuðlað að eft­ir­spurn eft­ir ís­lenskri þekk­ingu og lausn­um,“ seg­ir Pét­ur Jakob.

Pétur Jakob Pétursson.
Pét­ur Jakob Pét­urs­son. Ljós­mynd/​Skag­inn 3X

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að Skag­inn 3X sér­hæfi sig í vinnslu á upp­sjáv­ar­fiski og er bent á að fyr­ir­tækið hafi meðal ann­ars hannað og sett upp búnað með af­kasta­getu allt að 1.300 tonn á sól­ar­hring fyr­ir fær­eyska fé­lagið Varðin Pelagic. En fær­eyska verk­smiðjan er sögð sú stærsta sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um.

Ea­stern Economic For­um er vett­vang­ur Rússa til þess að kynna landið og stuðla að er­lendri fjár­fest­ingu. Eig­andi Gi­drostroy-sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Al­ex­and­er Verk­hovskiy var viðstadd­ur þegar Pútín ræsti verk­smiðjuna á þriðja degi ráðstefn­unn­ar, sem hófst á mánu­dag­inn.

Úr verksmiðjunni á Shikotan-eyju.
Úr verk­smiðjunni á Shi­kot­an-eyju. Ljós­mynd/​Skag­inn 3X
mbl.is