16 milljarðar til stuðnings samningum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu á lífskjarasamningnum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu á lífskjarasamningnum. mbl.is/Hari

Áhrif aðgerða ríkisstjórnarinar til stuðnings kjarasamningum munu nema ríflega 16 milljörðum króna á árinu 2020.

Í tengslum við gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um aðgerðir til stuðnings samningunum. Heildarumfang boðaðra aðgerða á tímabili samninganna er áætlað um 80 ma.kr.

Auk breytinga á tekjuskattskerfinu sem kynntar voru í aðdraganda kjarasamninga fela aðgerðir ríkisins í sér lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og fjölmargar aðgerðir til að auðvelda íbúðarkaup. Flestar þessara aðgerða koma til framkvæmda á árinu 2020 og birtast í auknum framlögum, einkum til félags- og húsnæðismála.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárlögum næsta árs.

mbl.is