Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 verður kynnt á blaðamannafundi sem hefst í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun á fundinum fara yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins og svara spurningum.
Frumvarpið verður gert aðgengilegt á vefnum samhliða fundinum.