Lærðu leyndarmál Önnu Wintour

Anna WIntour hefur verið ritstjóri tísku tímaritsins Vogue í 30 …
Anna WIntour hefur verið ritstjóri tísku tímaritsins Vogue í 30 ár. AFP

Anna Wintour, ritstjóri Vogue og listrænn stjórnandi og alþjóðlegur ráðgjafi Condé Nast-fjölmiðlasamsteypunnar, er ein áhrifamesta kona heims. „Ég veit að margir eru forvitnir um hver ég er og hvernig ég nálgast vinnu mína,“ segir Wintour í nýrri auglýsingu fyrir námskeið með henni. 

Á nýju námskeiði hjá Master Class getur þú lært allt um hvernig leiðtogi Wintour er og af hvaða reynslu hún hefur mest lært. Ef þú hefur áhuga á ritstjórnarauga Wintour, ráðum hennar til nýrra hönnuða eða þeirrar hugmyndar hennar að skyggnast bak við tjöldin á Met Gala 2019 þá er þetta námskeið fyrir þig. 

Wintour deilir hugmyndum sínum um hvernig hún skapar listræna sýn, finnur hæfileikaríkt fólk, tekur erfiðar ákvarðanir og hvernig hún stendur með sjálfri sér án afsakana. Hún segir frá því af hverju þau ákváðu að hafa Kim Kardashian West og Kanye West á umdeildri forsíðu árið 2014 og forsíðunni af Madonnu árið 1989 sem kom mörgum á óvart.

Námskeið Wintour má nálgast á vefsíðu Master Class.

Anna Wintour segir frá því hvernig hún tekur erfðar ákvarðanir.
Anna Wintour segir frá því hvernig hún tekur erfðar ákvarðanir. mbl.is/AFP
mbl.is