Margir þættir hafa áhrif í makríldeilu

Makríldeilan er enn óleyst og segist framkvæmdastjórn ESB vera að …
Makríldeilan er enn óleyst og segist framkvæmdastjórn ESB vera að skoða aðgerðir gegn Íslandi vegna einhliða úthlutun kvóta Íslendinga. mbl.is/Árni Sæberg

Eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in um hvort og þá hvaða aðgerðum Evr­ópu­sam­bandið beit­ir gegn Íslend­ing­um vegna mak­ríl­veiða á þessu ári. Málið var rætt á fundi fisk­veiðinefnd­ar Evr­ópuþings­ins í vik­unni, en áður höfðu full­trú­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins kynnt málstað Íslands.

Ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) um mak­ríl­veiðar á næsta ári er vænt­an­leg 1. októ­ber. Í kjöl­farið funda strand­rík­in; Evr­ópu­sam­bandið, Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar, Ísland og Græn­land auk Rúss­lands um stjórn­un veiðanna á næsta ári. Ísland hef­ur ekki verið aðili að sam­komu­lagi þriggja fyrst nefndu aðil­anna og hef­ur ákvörðun Íslend­inga um kvóta þessa árs valdið deil­um und­an­farið.

Aðgerðir þýða ekki endi­lega refsiaðgerðir

Fabrizio Dona­tella, sér­stak­ur ráðgjafi fisk­veiðimála fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­band­isns, sagði á fundi í fisk­veiðinefnd Evr­ópuþings­ins á miðviku­dag að verið væri að skoða öll þau úrræði sem Evr­ópu­sam­bandið gæti gripið til gagn­vart Íslandi, hvort sem það væri á grund­velli fisk­veiðilög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins eða á grund­velli annarra laga. Dona­tella sagði að einni þeirra leiða sem væru til skoðunar hefði verið beitt gegn Fær­ey­ing­um 2013 vegna síld­veiða og var fær­eysk­um skip­um bannað að landa síld í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins í eitt ár.

Dona­tella sagði meðal ann­ars á fund­in­um á miðviku­dag: „Vegna flækj­u­stigs stöðunn­ar og vegna þess að við erum að vinna inn­an ramma sem teng­ist EES-samn­ingn­um og fríversl­un­ar­samn­ingi okk­ar við Ísland, erum við að skoða all­ar mögu­leg­ar aðgerðir og aðgerðir þýða ekki endi­lega refsiaðgerðir. Þetta þýðir líka að við vilj­um koma því á fram­færi að þetta er al­gjör­lega óá­sætt­an­leg hegðun sam­starfsaðila.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: