Sólrún lenti í veggjalús í New York

Sólrún Diego lenti illa í því í New York.
Sólrún Diego lenti illa í því í New York.

Þrifa­drott­ing­in Sól­rún Diego lenti í óskemmti­legri reynslu í brúðkaups­ferð sinni á dög­un­um. Hin nýgiftu hjón, Sól­rún og Frans, gistu á hót­eli í New York á leið heim frá Mexí­kó. Þegar heim var komið upp­götvaði Sól­rún að hún var með 16 bit á lík­am­an­um.

Eft­ir eft­ir­grennsl­an komst hún að því að þetta væri lík­leg­ast eft­ir veggjal­ús eða bed bugs sem leynst höfðu á hót­el­inu í New York. Sól­rún fékk að sjálf­sögðu góð ráð frá fylgj­end­um sín­um og fleir­um. Hún stóð í þvott­um langt fram eft­ir nóttu enda kann hún svo sann­ar­lega til verka þegar þrif eru ann­ars veg­ar. 

Veggjal­ús er hvim­leiður fylgi­kvilli hót­ela og gisti­heim­ila en á vef Vís­inda­vefs­ins seg­ir að slíkri starf­semi sé einkar hætt við sýk­ing­um. „Veggjal­ús er hvim­leiður ból­fé­lagi en hún at­hafn­ar sig einkum að nóttu til þegar fórn­ar­lömb liggja fyr­ir og ugga ekki að sér. Menn verða ekki var­ir við stung­urn­ar því deyf­ing er innifal­in. Að morgni ger­ir kláði vart við sig og stund­um má greina blóðpunkta á rúm­föt­um eft­ir veislu­höld næt­ur­inn­ar. Það get­ur verið flókið að ráða niður­lög­um veggjal­úsa,“ stend­ur á vef Vís­inda­vefs­ins.

View this post on In­sta­gram

Á meðan þær bitu mig 🐜...

A post shared by Sól­rún Diego (@sol­rundiego) on Sep 6, 2019 at 2:19am PDT

mbl.is